Lífið

Mark Hamill les tíst Trumps með rödd Jókersins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mark Hamill og Donald Trump.
Mark Hamill og Donald Trump. Vísir/MYND
Leikarinn Mark Hamill sem þekktastur er fyrir leik sinn í Star Wars myndunum tók sig til og gerði grin að Donald Trump á Twitter aðgangnum sínum.

Hamill hefur undanfarin ár slegið í gegn með talsetningu sinni á illmenninu Jókernum í Batman þáttunum og ákvað hann nú að athuga hvernig tíst Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna hljómar með röddu Jókersins illræmda.

Donald Trump er þekktur fyrir virkni sína á Twitter en vettvanginn notar hann oft og iðulega til þess að monta sig yfir árangri sínum eða til að gagnrýna eða gera lítið úr andstæðingum sínum.

Hamill ákvað að lesa upp nýárstíst Trumps þar sem hann óskar óvinum sínum, sem tapað hafa fyrir sér gleðilegs nýs árs.

Útkoman er vægast sagt stórglæsileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.