Að vilja vita Magnús Guðmundsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Opin, upplýst og málefnaleg umræða er nauðsynleg til að unnt sé að taka réttar ákvarðanir. Greiður aðgangur að upplýsingum er forsenda þekkingar. Upplýsingaskyldu opinberra aðila gagnvart almenningi ber að efla.“ Líklega getur mikill meirihluti Íslendinga tekið undir þessa yfirlýsingu um lýðræði úr stefnuskrá Viðreisnar. Undir þetta falla upplýsingar er varða almannahagsmuni eins og væntanlega auðsöfnun Íslendinga í aflandsfélögum, vegna þess að samneyslan líður fyrir vikið. En samkvæmt útreikningum starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti mögulegt tap ríkisins numið allt frá 2,8 til 6,5 milljörðum króna. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og þar af leiðandi mjög mikilvægar upplýsingar. Upplýsingar sem kjósendur eiga rétt á að vita og þá sérstaklega áður en þeir ganga að kjörborðinu því þá er lýðræðislegt vald þeirra virkt. Þetta felur í sér ábyrgð fyrir Bjarna Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, í fyrsta lagi þar sem hann lét vinna skýrsluna sem er hið besta mál. En einnig sökum þess að hann kemur þar við sögu, sem er verra, og að lokum þar sem hann stýrir því hvenær hún kemur fyrir augu kjósenda samkvæmt frétt RÚV í gær, sem er afleitt. Samkvæmt fréttinni var ráðuneytið og Bjarni kominn með skýrsluna í hendur þann 13. september, en ekki eftir þingslit þann 13. október eins og Bjarni hefur haldið fram. Íslendingar gengu því að kjörborðinu þann 29. október, vegna eigna ráðamanna í aflandsfélögum, án þess að vita um innihald skýrslunnar. Bjarni Benediktsson lagði áherslu á að hann hefði verið upptekinn í kosningabaráttu og því hafi skýrslan fengið að bíða og það er eflaust rétt. Upplýsingar eru nefnilega lykilforsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýstar ákvarðanir. Vegið og metið þá kosti sem eru í boði auk þess sem mikilvægar upplýsingar eru oft ákveðin þungamiðja í aðdraganda kosninga. Umræðan um eignir Íslendinga í aflandsfélögum var í algjöru lágmarki fyrir kosningar og því hljóta kjósendur að spyrja sig hvort að sú hefði verið raunin ef skýrslan hefði legið fyrir? Það er líka eðlilegt að kjósendur, þessi fjölmenni en valdalitli hópur að loknum kosningum, spyrji sig hvort Bjarni Benediktsson væri á leiðinni í forsætisráðuneytið í vikunni ef svo hefði farið? Með tilliti til áðurnefndrar vísunar í stefnuskrá Viðreisnar um lýðræði má gera því skóna að þar spyrji allir sig þeirrar stóru spurningar. Eins má ætla að spurningin sé til umræðu hjá Bjartri framtíð, t.d. ef haft er í huga hvað Óttarr Proppé hafði að segja á Twitter um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á vormánuðum síðasta árs: „Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að forsætisráðherra sé stætt.“ Upplýsingar breyta öllu, það veit greinilega fólkið í Viðreisn og Bjartri framtíð. En það ágæta fólk þarf líka að svara sjálfu sér og kjósendum hvort það sé í lagi að geyma upplýsingar og vitneskju eftir hentugleikum? Á þeirri vegferð getur verið gott fyrir þau að hafa í huga að það að vita ekki er slæmt, en að vilja ekki vita er verra. Miklu verra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Opin, upplýst og málefnaleg umræða er nauðsynleg til að unnt sé að taka réttar ákvarðanir. Greiður aðgangur að upplýsingum er forsenda þekkingar. Upplýsingaskyldu opinberra aðila gagnvart almenningi ber að efla.“ Líklega getur mikill meirihluti Íslendinga tekið undir þessa yfirlýsingu um lýðræði úr stefnuskrá Viðreisnar. Undir þetta falla upplýsingar er varða almannahagsmuni eins og væntanlega auðsöfnun Íslendinga í aflandsfélögum, vegna þess að samneyslan líður fyrir vikið. En samkvæmt útreikningum starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti mögulegt tap ríkisins numið allt frá 2,8 til 6,5 milljörðum króna. Þetta eru gríðarlegir fjármunir og þar af leiðandi mjög mikilvægar upplýsingar. Upplýsingar sem kjósendur eiga rétt á að vita og þá sérstaklega áður en þeir ganga að kjörborðinu því þá er lýðræðislegt vald þeirra virkt. Þetta felur í sér ábyrgð fyrir Bjarna Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, í fyrsta lagi þar sem hann lét vinna skýrsluna sem er hið besta mál. En einnig sökum þess að hann kemur þar við sögu, sem er verra, og að lokum þar sem hann stýrir því hvenær hún kemur fyrir augu kjósenda samkvæmt frétt RÚV í gær, sem er afleitt. Samkvæmt fréttinni var ráðuneytið og Bjarni kominn með skýrsluna í hendur þann 13. september, en ekki eftir þingslit þann 13. október eins og Bjarni hefur haldið fram. Íslendingar gengu því að kjörborðinu þann 29. október, vegna eigna ráðamanna í aflandsfélögum, án þess að vita um innihald skýrslunnar. Bjarni Benediktsson lagði áherslu á að hann hefði verið upptekinn í kosningabaráttu og því hafi skýrslan fengið að bíða og það er eflaust rétt. Upplýsingar eru nefnilega lykilforsenda fyrir því að kjósendur geti tekið upplýstar ákvarðanir. Vegið og metið þá kosti sem eru í boði auk þess sem mikilvægar upplýsingar eru oft ákveðin þungamiðja í aðdraganda kosninga. Umræðan um eignir Íslendinga í aflandsfélögum var í algjöru lágmarki fyrir kosningar og því hljóta kjósendur að spyrja sig hvort að sú hefði verið raunin ef skýrslan hefði legið fyrir? Það er líka eðlilegt að kjósendur, þessi fjölmenni en valdalitli hópur að loknum kosningum, spyrji sig hvort Bjarni Benediktsson væri á leiðinni í forsætisráðuneytið í vikunni ef svo hefði farið? Með tilliti til áðurnefndrar vísunar í stefnuskrá Viðreisnar um lýðræði má gera því skóna að þar spyrji allir sig þeirrar stóru spurningar. Eins má ætla að spurningin sé til umræðu hjá Bjartri framtíð, t.d. ef haft er í huga hvað Óttarr Proppé hafði að segja á Twitter um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á vormánuðum síðasta árs: „Forsætisráðherra er tengdur aflandsfélagi og hélt því leyndu. Orðspor Íslands er undir. Það er óhugsandi að forsætisráðherra sé stætt.“ Upplýsingar breyta öllu, það veit greinilega fólkið í Viðreisn og Bjartri framtíð. En það ágæta fólk þarf líka að svara sjálfu sér og kjósendum hvort það sé í lagi að geyma upplýsingar og vitneskju eftir hentugleikum? Á þeirri vegferð getur verið gott fyrir þau að hafa í huga að það að vita ekki er slæmt, en að vilja ekki vita er verra. Miklu verra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. janúar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun