Lífið

Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að Trump

Anton Egilsson skrifar
Alec Baldwin finnst greinilega gaman að gera grín að Donald Trump.
Alec Baldwin finnst greinilega gaman að gera grín að Donald Trump. Vísir/Getty/Instagram
Leikarinn Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Í gær birti Baldwin mynd á Instagram reikningi sínum þar sem hann er með sams konar derhúfu og Trump hefur ítrekað látið sjá sig með og prýðir kosningaslagorð hans.

Á derhúfu Baldwin er þó sú breyting á að slagorði Trump hefur verið snarað yfir á rússnesku en með því er Baldwin án efa að vísa í meint afskipti Rússlands að forsetakosningunum í Bandaríkjunum en stjórnvöld þar í landi eru sögð hafa hjálpað Trump að komast í forsetastól.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldwin gerir grin að Trump en fyrr í vetur vakti hann mikla athygli fyrir framgöngu sína í þættinum Saturday Night Live þar sem hann brá sér í gervi Trump í nokkur skipti.

Trump fór ekki leynt með gremju sína gagnvart innslögum Baldwin en hann sagði þau meðal annars vera ófyndin og leiðinleg. Þá hvatti hann til þess í tísti að framleiðslu þáttanna Saturday Night Live yrði hætt. Það er því nokkuð ljóst að þetta nýjasta uppátæki Baldwin mu eflaust ekki falla vel í kramið hjá Trump.  


Tengdar fréttir

Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL

Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.