NBA: Russell Westbrook skoraði og skoraði en Thunder tapaði | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 07:30 Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Russell Westbrook var bæði nálægt þrennu og sigri í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en missti af báðum. Oklahoma City Thunder tapaði naumlega fyrir Atlanta Hawks þrátt fyrir 46 stig frá Westbrook. Það voru tveir aðrir leikmenn nálægt þrennu í nótt, Rajon Rondo hjá Chicago Bulls og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, en þeir fengu hinsvegar sigur að launum ólíkt Russell Westbrook.Paul Millsap skoraði sigurkörfuna í 110-108 sigri Atlanta Hawks á Oklahoma City Thunder. Steven Adams hélt hann hefði jafnað og tryggt Thunder framlengingu þegar hann tróð boltanum í körfuna eftir að hafa tekið sóknarfrákast af þriggja stiga skoti Russell Westbrook. Adams var örlítið of seinn því tíminn var runninn út. Russell Westbrook endaði leikinn með 46 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann tók 33 af 87 skotum síns liðs í leiknum. Það er samt eiginlega Andre Roberson að kenna að þrennan kom ekki í hús. Andre Roberson hitti aðeins úr 1 af 7 skotum eftir mögulegar stoðsendingar frá Westbrook í þessum leik. Roberson var alveg opinn í sex af þessum sjö skotum. Þýski bakvörðurinn Dennis Schroder var stigahæstur hjá Atlanta Hawks með 31 stig en hetjan Paul Millsap kom næstur með 30 stig. Atlanta liðið þurfti ekki á Dwight Howard að halda en hann gat ekki spilað vegna stirðleika í baki.Jimmy Butler skoraði 19 stig og Rajon Rondo gældi við þrennuna þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á nágrönnum sínum í Detroit Pistons. Rondo endaði með 10 stig, 14 stoðsendingar og 8 fráköst. Chicago liðið endaði þarna þriggja leikja taphrinu. Taj Gibson hitti úr öllum átta skotum sínum og skoraði 16 stig, Robin Lopez var með 14 stig og þeir Dwyane Wade, Doug McDermott og Nikola Mirotic skoruðu allir 13 stig. Jon Leuer var stigahæstur í liði Detroit með 16 stig.Thaddeus Young tryggði Indiana Pacers 107-105 sigur á Washington Wizards þegar hann skoraði sigurkörfuna 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Paul George skoraði 27 stig fyrir Indiana og Jeff Teague var með 23 stig. Bradley Beal var með 22 stig fyrir Washington liðið og þeir Marcin Gortat (21 stig og 13 fráköst) og John Wall (19 stig, 10 stoðsendingar) voru báðir með tvennu.Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 15 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 115-108 heimasigur á Phoenix Suns. Andrew Wiggins bætti við 26 stigum og Zach LaVine skoraði 23 stig í þessum fyrsta heimasigri Minnesota Timberwolves síðan 17. nóvember. Eric Bledsoe var stigahæstur hjá Phoenix með 27 stig.Nikola Jokic var með 27 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 117-107 heimasigur á Dallas Mavericks. Gary Harris bætti við 24 stigum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Dallas með 23 stig og 8 stoðsendingar.Úrslitin í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 117-107 Chicago Bulls - Detroit Pistons 113-82 Minnesota Timberwolves - Phoenix Suns 115-108 Oklahoma City Thunder - Atlanta Hawks 108-110 Indiana Pacers - Washington Wizards 107-105
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira