Tala látinna í Berlín komin í tólf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. desember 2016 07:39 Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. vísir/afp Alls tólf eru látnir og fjörutíu og átta særðir eftir að vörubíl var ekið inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. DPA fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að ökumaður bílsins sé hælisleitandi frá Afganistan eða Pakistan. Hann er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök.Maðurinn komst undan eftir árásina en var handtekinn á hlaupum frá hildarleiknum.vísir/afpMaðurinn komst undan eftir árásina en var handtekinn á hlaupum frá hildarleiknum. Lögregla hefur þó ekki gefið neinar upplýsingar um manninn. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag.Forðast að kalla árásina hryðjuverk Þýskir ráðamenn sem hafa tjáð sig um árásina hafa reynt að forðast það að kalla árásina hryðjuverk á þessum tímapunkti. Thomas de Maizere, innanríkisráðherra landsins, sagði hins vegar margt benda til þess að um sé að ræða hryðjuverk. Lögreglan í Berlín hefur nú sagst ganga út frá því að árásin hafi verið hryðjuverk og því verði hún rannsökuð sem slík. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Alls tólf eru látnir og fjörutíu og átta særðir eftir að vörubíl var ekið inn í fjölfarinn jólamarkað í Charlottenburg-hverfinu í Berlín í gær. Þýska lögreglan telur nær fullvíst að um sé að ræða hryðjuverkaárás og rannsakar árásina sem slíka. DPA fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að ökumaður bílsins sé hælisleitandi frá Afganistan eða Pakistan. Hann er sagður þekktur hjá lögreglunni fyrir smáglæpi en aldrei verið talinn hafa tengsl við hryðjuverkasamtök.Maðurinn komst undan eftir árásina en var handtekinn á hlaupum frá hildarleiknum.vísir/afpMaðurinn komst undan eftir árásina en var handtekinn á hlaupum frá hildarleiknum. Lögregla hefur þó ekki gefið neinar upplýsingar um manninn. Einn maður fannst látinn í flutningabílnum; pólskur ríkisborgari en talið er að árásarmaðurinn hafi myrt hann og stolið bílnum. Eigandi flutningafyrirtækisins og frændi bílstjórans staðfesti við lögreglu að ekki hafi náðst í hann frá klukkan fjögur í gærdag. Flutningabíllinn var á pólskum númerum og inni í honum voru stálbitar, en losa átti farminn í dag.Forðast að kalla árásina hryðjuverk Þýskir ráðamenn sem hafa tjáð sig um árásina hafa reynt að forðast það að kalla árásina hryðjuverk á þessum tímapunkti. Thomas de Maizere, innanríkisráðherra landsins, sagði hins vegar margt benda til þess að um sé að ræða hryðjuverk. Lögreglan í Berlín hefur nú sagst ganga út frá því að árásin hafi verið hryðjuverk og því verði hún rannsökuð sem slík. Jólamarkaðurinn í Charlottenburg er afar vinsæll enda skammt frá helstu verslunargötu borgarinnar, Kurfürstendamm. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45