Nóvembervelta ferðamanna svipuð og í júlí 2013 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. desember 2016 08:27 Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. vísir/ernir Erlend greiðslukortavelta nam 15,3 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum en það er 67 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir að það sem af er þessu ári hafi erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samnaborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41 prósent meiri en allt árið 2015. Erlend kortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði króna í síðasta mánuði og jókst um 28 prósent frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur var í flokki dagvöru, 59 prósent, og tollfrjálsri verslun, eða 58 prósent. Þá varð veruleg aukning í farþegaflutningum með flugi eða um 170 prósent frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknarsetrið tekur saman. Velta flokksins í síðasta mánuði nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3 prósent og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6 prósent. „Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum,“ segir í tilkynningunni. Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta nam 15,3 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum en það er 67 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra. Nóvembermánuður er jafnan rólegur í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta síðasta mánaðar var svipuð og í júlí 2013. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar segir að það sem af er þessu ári hafi erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samnaborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41 prósent meiri en allt árið 2015. Erlend kortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði króna í síðasta mánuði og jókst um 28 prósent frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur var í flokki dagvöru, 59 prósent, og tollfrjálsri verslun, eða 58 prósent. Þá varð veruleg aukning í farþegaflutningum með flugi eða um 170 prósent frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknarsetrið tekur saman. Velta flokksins í síðasta mánuði nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3 prósent og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6 prósent. „Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum,“ segir í tilkynningunni. Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira