Takk fyrir, borgarstjórn Ellert B. Schram skrifar 21. desember 2016 00:00 Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Yfirleitt er það nú þannig að maður drepur niður penna og tjáir sig opinberlega, þegar manni mislíkar eða mótmælir einhverju sem er að gerast samfélaginu. Maður gleymir að láta í sér heyra þegar vel er gert. Þegar ástæða er til að þakka fyrir sig og sína. Þegar ákvarðanir eru teknar sem manni líkar við. Í þetta skiptið ætla ég að breyta út frá vananum og hrósa stjórnvöldum. Stjórnvöldum í Reykjavíkurborg. Sem varða eldri borgara og aldursvæna höfuðborg. Fyrir rúmlega ári var mér falið að stýra hópi sem hafði það verkefni að leggja fram tillögur um heilsueflingu eldri borgara og úrræði þar að lútandi. Við lögðum fram tuttugu og sex tillögur fyrir borgarstjórn, sem innihéldu lagfæringar og aðgerðir um heilsu og hreyfingu fullorðinna. Þar með lauk mínum afskiptum af málinu. Innst inni datt mér það helst í hug að þessar tillögur dagaði uppi einhvers staðar í kerfinu. En viti menn, nú hef ég verið kallaður aftur til og mér kynnt það starf sem síðan hefur farið fram á vegum borgarstjórnar til útfærslu á tillögunum tuttugu og sex. Og það sem gert hefur verið eða stendur til að gera. Það er of langt mál að telja upp og rekja þau verkefni sem stefna í átt til aukinnar þjónustu fyrir eldri borgara á þessu sviði. Það verður gert úr ráðhúsinu. Hagræðingar og aðbúnaður sem snýr að hreyfingu, mataræði, þjónustu, eflingu og valkostum margvíslegum er og verður í boði af hálfu borgarinnar. Ég hef lagt áherslu á að framhaldið og viðbrögð borgarinnar verði rækilega kynnt. Auglýst. Tilkynnt. Upplýst með aðgengilegum hætti. Og það stendur til. Takk fyrir þetta, Dagur, og þið öll í lýðheilsunni, velferðinni, íþrótta- og tómstundasviði og fólkið sem annast þjónustu aldraðra í hverfum borgarinnar. Í aldursvænni höfuðborg. Hér verið að tala um alvörumál, þjónustu og hvatningu, til okkar, eldri borgara, um að búa svo um, að eldra fólk njóti lífsins, sé áfram virkt og glatt og heilsugott. Um þetta snýst málið. Elli er eitt, aldur er annað. Í byrjun næsta árs munu útfærslur á heilsuvæðingu eldra fólks verða kynntar og nýttar. Sem vonandi bæta og lengja líf eldri borgara, kynslóð eftir kynslóð. Gleðileg jól. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun