Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Brandenborgarhliðið í Berlín baðað þýsku fánalitunum til að minnast fórnarlamba árásarinnar. Vísir/AFP Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Pólski vörubílstjórinn Lukasz Urban var á lífi inni í vörubílnum þegar árásarmaður ók honum inn á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöldið. Er líklegt að Urban hafi reynt að stöðva árásarmanninn. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu og vísar í ónafngreindar heimildir innan lögreglunnar sem eiga að hafa fundið vísbendingar þessa efnis við rannsókn og krufningu mannsins. Í dag greinir Spiegel svo frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. Eiga persónuskilríki hans að hafa fundist í vörubílnum. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimmtíu slösuðust þegar bílnum var ekið inn á markaðinn Breitscheidplatz. Lögregla segir allt benda til að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða og gengur árásarmaðurinn enn laus. Í frétt SVT segir að vörubíllinn sem notaður var í árásinni hafi verið í eigu pólsks fyrirtækis og hafi forsvarsmenn þess sagt að ekkert hafi spurst til mannsins eftir klukkan 16 á mánudaginum. Hann átti að skila farminum, stálbitum, í Berlín á mánudag, en átti svo að halda heim til Póllands. Hann hafði komið frá Ítalíu með farminn. Bild greinir frá því að öryggismyndavélar sýni að Urban hafi verið á kebabstað um klukkan 14. Um klukkustund síðar hringdi hann í eiginkonu sína og þegar hún reyndi að hringja til baka um klukkan 16 hafi hann ekki svarað. „Þetta hlýtur að hafa verið barátta,“ segir heimildarmaður Bild sem telur að Urban hafi verið stunginn með hníf þegar hann hafi reynt að taka í stýrið og koma í veg fyrir ódæði árásarmannsins. Þegar vörubíllinn nam svo staðar eftir að hafa ekið í gegnum markaðinn á árásarmaðurinn að hafa skotið Urban til bana og svo hlaupið á brott. Lík Urban fannst í vörubílnum.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42