Guðni Th. mest gúgglaði Íslendingurinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:41 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira