Íslenski boltinn

Böðvar framlengir við Íslandsmeistarana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Böðvar og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn.
Böðvar og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, handsala samninginn. mynd/fh
Böðvar Böðvarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara FH. Samningurinn gildir til loka tímabilsins 2018.

Böðvar, sem er 21 árs, er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með Fimleikafélaginu allan sinn feril ef frá er talin stutt lánsdvöl hjá Midtjylland í Danmörku síðasta vetur.

Böðvar spilaði 20 af 22 leikjum FH í Pepsi-deildinni í sumar. Hann hefur alls leikið 51 leik í efstu deild og skorað eitt mark. Böðvar hefur orðið Íslandsmeistari með FH undanfarin tvö ár.

Böðvar, sem leikur jafnan í stöðu vinstri bakvarðar, hefur leikið 11 leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands.


Tengdar fréttir

Hewson farinn til Grindavíkur

Pepsi-deildarlið Grindavíkur tilkynnti nú undir kvöld að félagið hefði verið að semja við nýjan leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×