Sama hlutverk í Sölku Völku 10 árum seinna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2016 10:00 Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk Sigurínu móðir Sölku Völku aftir. vísir/Valli Mig grunaði að það yrði skrítið að leika sama hlutverk aftur en ég sjálf er bara allt önnur og tíðarandinn annar. Þá á ég við að umræða um ofbeldi og afleiðingar þess er á allt öðrum stað núna en fyrir tíu árum. Þess vegna finnst mér ég í raun ekki vera að leika sama hlutverk því aðkoma mín er önnur,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, spurð að því hvernig henni finnist að leika sama hlutverk og hún lék í Sölku Völku fyrir tíu árum. Salka Valka, sem er ein af þekktustu sögum Halldórs Laxness, er sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja. En hvað finnst þér um sögur Halldórs? „Þær bækur sem ég hef lesið eftir Halldór Laxness finnst mér magnaðar,“ segir Halldóra. Halldóra leikur móður Sölku en samband þeirra er ansi erfitt og margt sem mætti fara betur. „Það má kannski segja að Sigurlína sé aldrei raunveruleg móðir Sölku. Hún mætir dóttur sinni eins og jafnöldru en tekur ekki ábyrgð fullorðinnar manneskju, krefur barnið jafnvel um að vera fullorðnu manneskjuna í sambandinu,“ útskýrir Halldóra.„Svo er spurning hvernig manneskja verður til úr Sölku Völku úr aðstæðum sem þessum. Þegar ég les Laxness, velti ég því oft fyrir mér hvað hann hafði mikið innsæi hvað varðar mannleg samskipti og hvað hann sýnir okkur vel það viðkvæmasta og grimmasta í manneskjunni,“ segir Halldóra og bætir við að hann hafi verið virkilega hugrakkur að taka okkur með sér á svona mikið dýpi. Æfingar standa sem hæst þessa dagana og er leikhópurinn í óðaönn að æfa verkið sem leikstýrt er af Yönu Ross, en hún leikstýrði einnig Mávinum eftir Anton Tsjekov á síðasta leikári, við góðan orðstír. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel og hópurinn allur mjög spenntur fyrir frumsýningunni. Það er frábært að vinna með Yönu, það er mjög gott að fá manneskju sem hefur enga helgislepju gagnvart verkinu og ber ekki í sér áratuga fyrirfram þekkingu um þetta íkon sem Salka Valka er. Við lásum söguna sem börn, en hún mætir henni í fyrsta sinn sem fullorðin kona,“ segir Halldóra. Á nýju ári fer Halldóra meðal annars í farsann Úti að aka í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, þar sem gleðin verður allsráðandi. „Það verður alveg frábært, þar þarf ég að læra að opna dyr á réttum tíma og fæ að vera smá fyndin, það er mjög gott að fara í svona léttmeti inn á milli. Svo er ég að leika í þáttunum Fangar, sem frumsýndir verða á RÚV á nýársdag. Svo er ég að leika síðustu sýninguna af Jesú litla á annan í jólum, það er lítill gullmoli á jólahátíðinni, sem minnir okkur á að þó allt virðist vonlaust þá er það samt þess virði,“ segir Halldóra létt að lokum. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Mig grunaði að það yrði skrítið að leika sama hlutverk aftur en ég sjálf er bara allt önnur og tíðarandinn annar. Þá á ég við að umræða um ofbeldi og afleiðingar þess er á allt öðrum stað núna en fyrir tíu árum. Þess vegna finnst mér ég í raun ekki vera að leika sama hlutverk því aðkoma mín er önnur,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, spurð að því hvernig henni finnist að leika sama hlutverk og hún lék í Sölku Völku fyrir tíu árum. Salka Valka, sem er ein af þekktustu sögum Halldórs Laxness, er sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja. En hvað finnst þér um sögur Halldórs? „Þær bækur sem ég hef lesið eftir Halldór Laxness finnst mér magnaðar,“ segir Halldóra. Halldóra leikur móður Sölku en samband þeirra er ansi erfitt og margt sem mætti fara betur. „Það má kannski segja að Sigurlína sé aldrei raunveruleg móðir Sölku. Hún mætir dóttur sinni eins og jafnöldru en tekur ekki ábyrgð fullorðinnar manneskju, krefur barnið jafnvel um að vera fullorðnu manneskjuna í sambandinu,“ útskýrir Halldóra.„Svo er spurning hvernig manneskja verður til úr Sölku Völku úr aðstæðum sem þessum. Þegar ég les Laxness, velti ég því oft fyrir mér hvað hann hafði mikið innsæi hvað varðar mannleg samskipti og hvað hann sýnir okkur vel það viðkvæmasta og grimmasta í manneskjunni,“ segir Halldóra og bætir við að hann hafi verið virkilega hugrakkur að taka okkur með sér á svona mikið dýpi. Æfingar standa sem hæst þessa dagana og er leikhópurinn í óðaönn að æfa verkið sem leikstýrt er af Yönu Ross, en hún leikstýrði einnig Mávinum eftir Anton Tsjekov á síðasta leikári, við góðan orðstír. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel og hópurinn allur mjög spenntur fyrir frumsýningunni. Það er frábært að vinna með Yönu, það er mjög gott að fá manneskju sem hefur enga helgislepju gagnvart verkinu og ber ekki í sér áratuga fyrirfram þekkingu um þetta íkon sem Salka Valka er. Við lásum söguna sem börn, en hún mætir henni í fyrsta sinn sem fullorðin kona,“ segir Halldóra. Á nýju ári fer Halldóra meðal annars í farsann Úti að aka í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, þar sem gleðin verður allsráðandi. „Það verður alveg frábært, þar þarf ég að læra að opna dyr á réttum tíma og fæ að vera smá fyndin, það er mjög gott að fara í svona léttmeti inn á milli. Svo er ég að leika í þáttunum Fangar, sem frumsýndir verða á RÚV á nýársdag. Svo er ég að leika síðustu sýninguna af Jesú litla á annan í jólum, það er lítill gullmoli á jólahátíðinni, sem minnir okkur á að þó allt virðist vonlaust þá er það samt þess virði,“ segir Halldóra létt að lokum.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira