"Hefði skitið á mig ef ég hefði tekið við landsliðinu á þessum tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2016 19:15 Heimir Hallgrímsson gerir upp sögulegt ár íslenska karlalandsliðsins í sérstökum viðtalsþætti Harðar Magnússonar, „Þegar Höddi hitti Heimi“, á öðrum degi jóla. Þátturinn verður sýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport HD. Hörður og Heimir fara um víðan völl í viðtalinu enda af mörgu að taka eftir frábæran árangur landsliðsins á árinu 2016. Heimir þjálfaði karlalið ÍBV áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck. Eyjamaðurinn viðurkennir í viðtalinu við Hörð að hann hefði líklega runnið á rassinn hefði hann tekið við landsliðinu strax eftir að hafa þjálfað ÍBV. „Eftir að hafa þjálfað ÍBV hélt ég að ég væri nógu góður til að taka við íslenska landsliðinu. Í algjörum heiðarleika hefði ég skitið á mig ef ég hefði tekið við á þessum tíma,“ sagði Heimir og bætti því við að það væri tvennt ólíkt að þjálfa félagslið og landslið. „Það þarf allt öðru vísi umgjörð. Þarna var kominn maður [Lars] sem hafði þjálfað landslið í tugi ára. Líklega er Lars einn reyndasti landsliðsþjálfari í heimi.“ Heimir segir að reynsla Lars hafi reynst sér, og íslenska landsliðinu, ómetanleg. „Ég hefði líklega hlustað á Eið Smára þegar hann sagði svona gerum við þetta hjá Barcelona. Svo hefði Kolbeinn komið til mín og sagt svona gerum við þetta hjá Ajax. Ég hefði sennilega alltaf verið að breyta. Lars bjó í raun til þetta vinnuumhverfi sem er svo gríðarlega mikilvægt þegar þú ert með landslið,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Heimir Hallgrímsson gerir upp sögulegt ár íslenska karlalandsliðsins í sérstökum viðtalsþætti Harðar Magnússonar, „Þegar Höddi hitti Heimi“, á öðrum degi jóla. Þátturinn verður sýndur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport HD. Hörður og Heimir fara um víðan völl í viðtalinu enda af mörgu að taka eftir frábæran árangur landsliðsins á árinu 2016. Heimir þjálfaði karlalið ÍBV áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck. Eyjamaðurinn viðurkennir í viðtalinu við Hörð að hann hefði líklega runnið á rassinn hefði hann tekið við landsliðinu strax eftir að hafa þjálfað ÍBV. „Eftir að hafa þjálfað ÍBV hélt ég að ég væri nógu góður til að taka við íslenska landsliðinu. Í algjörum heiðarleika hefði ég skitið á mig ef ég hefði tekið við á þessum tíma,“ sagði Heimir og bætti því við að það væri tvennt ólíkt að þjálfa félagslið og landslið. „Það þarf allt öðru vísi umgjörð. Þarna var kominn maður [Lars] sem hafði þjálfað landslið í tugi ára. Líklega er Lars einn reyndasti landsliðsþjálfari í heimi.“ Heimir segir að reynsla Lars hafi reynst sér, og íslenska landsliðinu, ómetanleg. „Ég hefði líklega hlustað á Eið Smára þegar hann sagði svona gerum við þetta hjá Barcelona. Svo hefði Kolbeinn komið til mín og sagt svona gerum við þetta hjá Ajax. Ég hefði sennilega alltaf verið að breyta. Lars bjó í raun til þetta vinnuumhverfi sem er svo gríðarlega mikilvægt þegar þú ert með landslið,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Níu stuðningsmenn á fyrsta fundi Heimis með Tólfunni Heimir Hallgrímsson verður í ítarlegu spjalli við Hörð Magnússon á öðrum degi jóla. 23. desember 2016 15:00