Bálbreiði George í ham og lætur leikstjórnanda Portland heyra það Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2016 23:15 George Karl hefur stýrt liðum í 1999 leikjum í NBA-deildinni. vísir/getty George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni. NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
George Karl, sem þjálfaði um þriggja áratuga skeið í NBA-deildinni í körfubolta, hefur skotið föstum skotum í allar áttir undanfarna daga. Karl er nú á fullu að auglýsa væntanlega ævisögu sína sem ber heitið Furious George: My Forty Years Surviving NBA Divas, Clueless GMs, and Poor Shot Selection. Fjölmiðlar vestanhafs hafa birt brot úr bókinni og þá hefur Karl farið í nokkur viðtöl þar sem hann er ófeiminn að láta menn heyra það. Karl hefur m.a. skotið á Damian Lillard, leikstjórnanda Portland Trail Blazers; leikmann sem hann þjálfaði aldrei.Lillard er aðalmaðurinn í liði Portland sem hefur valdið vonbrigðum í vetur.vísir/getty„Ég var að horfa á Portland spila og var að reyna að finna út hvað væri að þessu liði,“ sagði Karl í nýlegu viðtali við New York Magazine. Portland hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu og aðeins unnið 14 af 34 leikjum sínum. „Niðurstaða mín var að Damian Lillard fær of mikla athygli,“ sagði Karl um Lillard sem er í hópi skærustu stjarna deildarinnar. Lillard er mjög sýnilegur, ef svo má að orði komast, en hann er með styrktarsamninga við fyrirtæki á borð við Adidas og þá gaf hann nýlega út rappplötu. Terry Stotts, þjálfari Portland, var lengi aðstoðarmaður Karl hjá Seattle SuperSonics og Milwaukee Bucks. Hann var fljótur að koma Lillard til varnar. „Ég á George mikið að þakka. Ég byrjaði þjálfaraferilinn með honum og ég væri ekki hér ef það væri ekki fyrir hann. En þegar það kemur að mínu liði og mínum leikmönnum þarf hann að halda sig á mottunni,“ sagði Stotts um sinn gamla lærimeistara. „Hann þekkir ekki Damian Lillard. Hann veit ekki hvernig það er að þjálfa hann. Hann veit ekki hversu annt Damian er um að vinna og hversu mikilvægur hann er félaginu. Ég get ekki látið þessi ummæli, hversu vel þau voru meint, óátalin.“ Stotts kveðst ekki ætla að lesa bók Karls þegar hún kemur í búðir og segir að þessi reynslumikli þjálfari sé að skemma fyrir sjálfum sér. „Hann er farsæll þjálfari. Að því sögðu, ef hann vill skerða möguleika sína á að komast í Frægðarhöllina, fá þjálfarastarf í deildinni, jafna um gamlar syndir eða hvað sem er, þá er honum það frjálst,“ sagði Stotts. Karl hefur þjálfað Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors, Seattle, Milwaukee, Denver Nuggets og nú síðast Sacramento Kings. Hann er einn níu þjálfara í sögu NBA sem hafa unnið yfir 1000 leiki í deildinni.
NBA Tengdar fréttir George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00 Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
George Karl hraunar yfir Carmelo Anthony í nýrri bók George Karl, fyrrum þjálfari í NBA-deildinni, er ekki mikill aðdáandi NBA-stjörnurnar Carmelo Anthony og Karl gagnrýnir fyrrum leikmann sinn harðlega í nýrri bók sinni. 23. desember 2016 10:00
Það er steravandamál í NBA-deildinni George Karl, fyrrum þjálfari Kings, Nuggets, Bucks, Sonics, Warriors og Cavaliers í NBA-deildinni, segir að verið sé að sópa vandamálum undir teppið í NBA-deildinni. 27. desember 2016 23:15