Orð og efndir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. desember 2016 07:00 Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru alltaf vonbrigði þegar verkefni sem maður tekst á hendur verða ekki að veruleika. Þannig er með niðurstöðu óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna fimm flokka, sem slitið var í gær. Þingflokkur Vinstri grænna fól Katrínu Jakobsdóttur formanni umboð til að fara í formlegar viðræður í upphafi þeirra, en aðrir flokkar vildu það ekki. Í gær kom svo í ljós að of langt bar á milli flokka til að hægt yrði að ná saman. Trauðla bar annað orð oftar á góma í kosningabaráttunni en orðið innviðir. Allir flokkar virtust sammála um að þá þyrfti að efla, orðið innviðauppbygging var mikið tekið af stjórnmálamönnum í framboði. Og ætli annar málaflokkur hafi verið meira ræddur en heilbrigðismál? En hvað gerist svo eftir kosningar? Þá kemur í ljós að til að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið, velferðarkerfið, til að byggja upp innviðina, til að framkvæma kosningaloforðin – til að gera allt þetta þarf fjármuni. Og þeir fjármunir liggja ekki á lausu. Staða ríkissjóðs reyndist ekki eins góð og fráfarandi stjórnarflokkar vildu vera láta (hver hefði trúað því að stjórnarflokkar reyndu að fegra ríkisfjármálin í aðdraganda kosninga?) og um á þriðja tug milljarða vantaði til að standa undir samþykktum þingsins um framkvæmdir og rekstur 2017. Fyrir utan allt annað. Fjármunir þurfa að koma einhvers staðar frá. Vinstri græn hafa ekki verið hrædd við að stinga upp á leiðum til að fjármagna samneysluna. Við teljum að skattkerfið eigi að vera bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Því miður hafa aðrir flokkar ekki reynst tilbúnir til að fara í þá tekjuöflun sem þó er nauðsynleg til að þeirra eigin loforð verði að veruleika. Þar stendur. Ég er einfaldur maður og tel að fólk eigi að segja satt. Það á ekki að lofa einhverju fyrir kosningar, en hlaupa frá því eftir kosningar. Það eru gamaldags klækjastjórnmál. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun