Ánægður yfirdýralæknir Árni Stefán Árnason skrifar 14. desember 2016 07:00 Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, mælti fyrir frumvarpi að dýravelferðarlögum, síðar samþykkt og tóku gildi 1. janúar 2014, mælti hann í þessum dúr úr ræðupúlti þingsins: „enginn afsláttur verður gefinn á velferð dýra“. Í tíð eldri laga var eftirliti „hent“ á milli stofnana af fákunnáttu þáverandi ráðherra, sem málaflokkurinn dýravernd heyrði undir. Engin stofnun náði valdi á verkefninu. Í meðferð þess frumvarps sem varð að núgildandi dýravelferðarlögum voru menn stóryrtir um ágæti þess að loksins væri nú fundin stofnun og þekking, Matvælastofnun (MAST), sem tilvalið væri að fela eftirlit með dýravelferð. Engu að síður var bent á það í innsendu erindi á meðan á meðferð frumvarpsins stóð í nefnd að óheppilegt væri að eftirlit með dýravelferð væri falið MAST og það rökstutt m.a. með tilvísun í að eftirlit af hálfu opinberrar stofnunar með velferð dýra hefði ætíð misheppnast. Eftirlit af hálfu sjálfstæðs aðila eins og tíðkast t.d. í lífrænni framleiðslu væri eina örugga leiðin til að tryggja vandað og áreiðanlegt eftirlit. Þá var lagt til, í sama erindi, að farin væri sú leið að hér yrði stofnuð dýralögregla að hætti annarra þjóða og heppnast hefur vel, m.a. hjá Norðmönnum. Ýmsir þættir valda því að ekki er hægt að treysta opinberri stofnun fyrir eftirliti með dýravelferð og er einn þeirra sá að hér þekkja allir alla eins og gjarnan er sagt um Íslendinga. Samtrygging hér mikil og þekkt. Samkvæmt fréttum RÚV fagnar yfirdýralæknir því nú að ráðherra hefur ákveðið að gera úttekt á starfsháttum MAST varðandi dýraeftirlitsþáttinn. Það gerir ráðherrann ekki að ástæðulausu! Brúneggjamálið og svínamálið haustið 2015 hafa laskað orðspor forstjóra MAST og yfirdýralæknis verulega. Það sem verra er er að slæma orðsporið kemur niður á öðrum framúrskarandi starfsmönnum MAST, sem ekkert koma nálægt velferðarmálum dýra. Ef eftirlit hefði verið með réttum hætti hjá MAST hefði hvorugt fyrrnefnt mál komið upp. Framleiðendur, sem og allir aðrir er halda búfé hefðu frá gildistöku laganna átt að vera undir smásjá MAST enda gefa ákvæði dýravelferðarlaga ástæðu til þess. Kröfur um velferð dýra eru þar miklar um bættan aðbúnað og meðferð og í ljósi sögu dýraverndar á Íslandi hefði MAST þegar við gildistöku laganna átt að bretta upp ermarnar og staðreyna að lögunum væri fylgt eftir. Það gerði MAST ekki og því lentu vesalings dýrin í báðum umræddum málum í þeim pytti þjáninga, sem skrifast aðeins á þrjá aðila: Skeytingarlausa umráðamenn og forstjóra MAST og yfirdýralækni í eftirlitsbrúnni. Forstjóri MAST og yfirdýralæknir ættu báðir að sjá sóma sinn í að víkja í ljósi þess sem upp hefur komið og best væri að eftirlitið færi til sjálfstæðs, óháðs og metnaðarfulls aðila. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar