Ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2016 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. vísir/eyþór „Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við. Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Ég held að það sé ekki hægt að fá mikið betri viðurkenningu en þetta. Ég er mjög ánægð og finnst þetta vera flott viðurkenning,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, nýkrýnd Körfuknattleikskona ársins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þessi verðlaun setja punktinn fyrir aftan frábært ár hjá Gunnhildi. Hún er fyrirliði Snæfells sem varð Íslands- og bikarmeistari og var valin í úrvalslið Domino's deildar kvenna og besti varnarmaðurinn á lokahófi KKÍ. Þá er hún í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem vann m.a. frækinn sigur á Ungverjum í febrúar. Gunnhildur tók svo við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu eftir að Helena Sverrisdóttir dró sig í hlé vegna barneigna. „Ég hugsa að þetta sé mitt besta ár. Við vorum með góðan hóp og gott lið, ég er ekkert ein í þessu. Ég átti mitt besta ár, ekki bara í tölum heldur einnig á vellinum og sem leiðtogi, sem er kannski mitt helsta mottó,“ sagði hin 26 ára gamla Gunnhildur. Það leynir sér ekki að Gunnhildur gengur ekki alveg heil til skógar þrátt fyrir að hún spili nánast alla leiki. Hún vill þó ekki gera mikið úr meiðslunum sem hún hefur glímt við að undanförnu. „Ég hef átt í einhverjum meiðslum en það reddast allt. Ég get hugsað um það þegar ég verð gömul,“ sagði Gunnhildur sem vill ekki meina að hún og Berglind, systir hennar og liðsfélagi hjá Snæfelli og landsliðinu, séu með hærri sársaukaþröskuld en gengur og gerist. „Nei, nei, við erum bara með mikið keppnisskap og það kemur þér ansi langt. Þegar mikið er undir læturðu ekki meiðsli stoppa þig,“ sagði Gunnhildur. Þegar 12 umferðir eru búnar af Domino's deildinni situr Snæfell í 2. sæti með 16 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Gunnhildur kveðst nokkuð sátt við stöðuna, sérstaklega í ljósi þess hvernig Snæfell hefur spilað á tímabilinu. „Það er ekkert að því að vera í 2. sæti og liðin eru mjög svipuð. En við erum ekki ánægð með liðið okkar og framlag leikmanna. Það er margt sem við þurfum að bæta og við þurfum að koma okkur í betra stand og spila betur,“ sagði Gunnhildur. „Það er engin krísa þótt við séum að tapa leikjum, það fer enginn í gegnum heilt tímabil án þess að tapa. En ég væri þá til í að tapa eftir góðan leik hjá okkur og vegna þess að hin liðin voru betri. Við höfum ekki náð okkur nægilega vel á strik og eigum mikið inni,“ bætti Körfuknattleikskona ársins við.
Dominos-deild kvenna Fréttir ársins 2016 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira