Ferðamennska: Ofnýtt auðlind Þórólfur Matthíasson skrifar 15. desember 2016 07:00 Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Sambúð Íslendinga við landið, fiskinn, krónuna og hvers við annan hefur verið afar skrykkjótt. Upp úr 1960 urðu miklar framfarir í veiðum og vinnslu síldar. Í kjölfarið hófst gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina, síldin fór spriklandi í söltun, mjöl og lýsi. Gjaldeyrir streymdi inn til landsins, gengi krónunnar styrktist. Góðæri ríkti. En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu. Í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. Afli Íslendinga jókst og gjaldeyrir streymdi til landsins. Gengi krónunnar styrktist og góðæri ríkti. En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi. Upp úr 2000 hófst útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda. Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli og óþarfi að rekja þá sögu frekar. Hagfelld ytri áhrif (lágt gengi krónunnar fyrst eftir hrun, órói á hefðbundnum ferðamannastöðum við sunnanvert Miðjarðarhaf, lágt eldsneytisverð) og markviss markaðssetning stjórnvalda (m.a. með niðurgreiðslu á gerð Hollywood-kvikmynda!) og stórra ferðaþjónustuaðila eru grundvöllur mikillar fjölgunar ferðamanna á Íslandi. Gjaldeyririnn streymir inn og gengið styrkist. Seðlabankinn reynir að halda aftur af gengisstyrkingu krónunnar með ærnum kostnaði (líklega um 25-50 milljarðar á ári vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóðinn). Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannaauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda. Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finna sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátæknifyrirtæki og tölvuleikjaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana. Sagan frá 1968 og 1982 og 2008 segir okkur að þessi dapra sviðsmynd getur orðið að raunveruleika, en hún þarf þess ekki. Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka. Einfaldasta og nærtækasta aðferðin er að hækka komugjöld til landsins og hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar