Körfubolti

Jólaandinn ræður ríkjum í Ljónagryfjunni í kvöld | Ágóði miðasölu á góðan stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett
Það styttist í jólin og Njarðvíkingar verða í jólaskapi í kvöld þegar Njarðvík og Þór Þorlákshöfn mætast í 11. umferð Domino´s deildar karla en þetta síðasta umferðin í úrvalsdeild karla fyrir jólafrí.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ákveðið að allur ágóði miðasölu á leikinn í kvöld muni renna til Fjölskylduhjálpar Íslands og Neyðarsöfnunar Unicef fyrir börn í Sýrlandi.

„Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína í Ljónagryfjuna í kvöld og styðja vel við bakið á Njarðvík í baráttunni um tvö dýrmæt stig og um leið styrkja góð og þörf málefni en ágóði miðasölunnar mun renna að hálfu til Fjölskylduhjálpar Íslands og að hálfu til Neyðarsöfnunar Unicef,“ segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.

Þetta er frábært framtak hjá Njarðvíkingum og vonandi fá þeir góðar viðtökur og fulla Ljónagryfju í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15.

Njarðvíkurliðið þarf líka á stuðningi að halda því liðið situr eins og er í fallsæti í deildinni og hefur tapað tveimur síðustu leikjum á móti liðum sem voru neðar en Njarðvík í stigatöflunni.

Njarðvík þarf sigur ef liðið ætlar ekki að vera í fallsætinu yfir jólin. Þeir eru eins og Þórsarar enn að bíða eftir fyrsta deildarsigrinum eftir að liðið vann Íslandsmeistara KR á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×