Ekki bara neikvæðar upplifanir – frábær gagnrýni í National Geographic Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 16. desember 2016 14:03 Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar