Íslenski boltinn

Rúm sex prósent leikmanna í Pepsi-deild karla þéna yfir 900 þúsund á mánuði

Úr leik í Pepsi-deild karla í sumar.
Úr leik í Pepsi-deild karla í sumar. vísir/valli
Meðallaunin í Pepsi-deild karla eru frá 68 þúsundum til rúmlega 114 þúsund króna, en þetta kemur fram í könnun á vegum FIFPro sem birt hefur verið á heimasíðu samtakana.

Átta lið af tólf sem spiluðu í Pepsi-deild karla í sumar tóku þátt í þessari könnun sem var gerð í sumar, en Stjarnan, Þróttur og Víkingur veittu ekki leyfi og ekki tókstað finna tíma fyrir Víking Ólafsvík samkvæmt mbl.is.

Alls þéna 42,2% undir 114 þúsund krónum á mánuði í Pepsi-deildinni, en 20,6% þéna frá 228 þúsund upp til 456 þúsunda. 6,4% leikmanna þéna frá 913 þúsund upp til 1,7 milljóna króna.

Launin eru oft á tíðum lengi að berast til leikmanna, en 36% leikmanna sögðu félögin hafa átt í vanskilum við leikmenn sína og er það allt frá innan við mánuði upp til þriggja mánaða að berast. Flest eru þó komin á innan við mánuði.

6% leikmanna sögðu félögin hafa greitt sér einum mánuði til þremur mánuðum eftir að launin hefðu átt að berast, en leikmönnum er frjálst að fara frítt frá félaginu ef það hefur ekki greitt sér laun í þrjá mánuði.

Alls sögðust 21% vera ósátt með núverandi þjónustu hjá sínu félagi hvað varðar heilsu og því tengt, en athygli vakti að 14% leikmanna sögðust hafa orðið fyrir áreiti frá stuðningsmönnum, þjálfara eða þjálfarateymi viðkomandi félags.

Margt athyglisvert kemur fram í skýrslu FIFPro, en þar er meðal annars fjallað um samninga leikmannamál, laun og áreiti. Hér má lesa meira um skýrsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×