Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 18:00 Donald Trump segir Kínverja hafa stolið kafbátnum. Vísir/GETTY/AFP Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar. Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kínverjar hafa sakað Bandaríkin um að bregðast allt of illa við atviki í Suður-Kínahafi. Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna á þriðjudaginn, þegar verið var að nota kafbátinn við rannsóknir á alþjóðlegu hafsvæði. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á að kafbátnum verði skilað og hafa varað Kínverja við því að grípa aftur til svipaðra aðgerða. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja Kínverja ætla að skila kafbátnum en Kínverjar gagnrýndu Bandaríkin fyrir að gera allt of mikið úr atvikinu. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði tíst um málið skömmu fyrir tilkynningu Kínverja í dag. Sagði hann Kína hafa stolið kafbátnum með slíkum hætti sem ætti sér ekki nokkurt fordæmi. Trump hefur þegar valdið taugatitringi í Peking með viðhorfi sínu og ummælum gagnvart Taívan.China steals United States Navy research drone in international waters - rips it out of water and takes it to China in unprecedented act.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 17, 2016 Forsetinn verðandi hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum fyrir að hafa skrifað orðið „unprecedented“ vitlaust í tísti sínu, en hann hefur breytt tístinu. Herskip frá Kína tók kafbátinn um borð skammt undan ströndum Filippseyja, skömmu áður en áhöfn rannsóknaskipsins USNS Bowditch hafði tækifæri til þess á fimmtudaginn. Bandaríkin segja kafbátinn hafa verið greinilega merktan og vilja þau fá hann aftur. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nærri því alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt eyjur, flotastöðvar og flugvelli og þar að auki hefur eldflaugum og loftvarnabyssum verið komið fyrir á eyjum víða um hafið. Spenna á svæðinu er mikil. Sérfræðingar segja atvikið með kafbátinn vera mjög alvarlegt og að það muni koma til með að auka spennuna á svæðinu frekar.
Donald Trump Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00 Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Kínverjar vígbúa eyjur sínar í Suður-Kínahafi Virðast hafa byggt umfangsmiklar loftvarnir á eyjum sem þeir byggðu á umdeildu hafsvæði. 15. desember 2016 17:00
Víetnamar vinna við umdeilt rif Kínverjar og Taívan gera einnig tilkall til rifsins sem er í Suður-Kínahafi. 8. desember 2016 14:45
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00