Lífið

Trump hafður að háði og spotti fyrir stafsetningarvillu

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið hafður að háði og spotti eftir að hann tísti um haldlagningu Kínverja á fjarstýrðum kafbáti í Suður-Kínahafi í gær. Hann sagði þjófnað Kínverja vera án fordæmis (e. Unprecedented) en í fyrsta tístinu skrifaði hann óvart „Unpresidented“ sem ef til vill væri hægt að þýða sem „óforsetaður“.

Myllumerkið #Unpresidented fór strax á mikið flug á Twitter. Þar voru margir sem sögðust vonast til þess að Trump yrði „óforsetaður“. Fjölmargir komu honum þó til varnar.

Merriam-Webster, útgefendur orðabóka, tóku þátt í gríninu.
Gert var grín að forsetanum verðandi í Saturday night live í nótt og hann hefur ekki tjáð sig um það á Twitter. Nýjustu tístin með #Unpresidented





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.