ISIS þjálfa börn til árása í sérstökum búðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2016 13:40 Börn hafa ávalt verið áberandi í áróðri ISIS. Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni. Mið-Austurlönd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Íslamska ríkið þjálfar börn til að fremja sjálfsmorðsárásir í sérstökum búðum. Vígamönnum samtakanna hefur fækkað verulega og eru þúsundir barna notuð til að fylla upp raðir vígamanna. 15 ára barn sem átti að sprengja sig í loft upp á þéttsetnum fótboltaleikvangi sagði blaðamönnum Sky News frá upplifun sinni í búðunum.Mahmoud Ahmed var handtekinn í borginni Kirkuk í Írak í ágúst. Myndbandi af handtöku hans var dreift víða en þar mátti sjá lögregluþjóna taka af honum sprengjubelti. Tvö börn höfðu sprengt sig upp í borginni á sama degi. Á myndbandinu leit Ahmed út fyrir að vera mjög hræddur og ringlaður. Hann er nú í fangelsi fyrir ungmenni og á yfir höfði sér ákærur fyrir hryðjuverk. Hann ræddi við blaðamenn á dögunum um veru sína hjá Íslamska ríkinu. Þar sagði Ahmed frá þjálfun sinni og hvernig eldri vígamenn hræddu þá og öfgavæddu þá. „Þeir kenndu okkur að skjóta úr Kalashinkov og PKC vélbyssum. Þarna voru fjórir eldri menn sem kenndu okkur um himnaríki og þannig,“ segir Ahmed. „Þeir kenndu okkur allan sólarhringinn.“Ahmed segir að alls hafi 60 börn verið í búðunum og þeir elstu hafi verið fæddir árið 2002. Þjálfarar barnanna hræddu drengina með því að sýna þeim myndbönd af aftökum ISIS. Búist er við því að Ahmed verði dæmdur til langrar fangelsisvistar, en hann segist hafa áttað sig á því að „Um leið og ég kom að skotmarkinu mínu vissi ég að þetta var rangt. Þegar ég sá unga krakka þarna vissi ég strax að þetta væri rangt,“ segir Ahmed. Hann sneri því aftur til yfirmanns síns en honum var skipað að snúa aftur til baka. Þá var hann gómaður. Leyniþjónusta Kúrda segir þúsundir barna í Írak og Sýrlandi vera notuð af ISIS til að berjast og gera sjálfsmorðsárásir. Börnin séu allt að níu ára gömul, en ástæða þess að börn eru notuð til árása er að erfiðara er fyrir öryggissveitir að uppgötva þau og stöðva. Þá er mun auðveldara að telja barni trú um að sprengja sig í loft upp en fullorðnum manni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira