NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 07:30 San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110 NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða.Það var við hæfi að eftirmaður Tim Duncan, LaMarcus Aldridge, væri stighæstur og að liðið fagnaði góðum og dæmigerðum liðssigri á kvöldinu þar sem San Antonio Spurs heiðraði Tim Duncan og hengdi treyju hans upp í rjáfur. LaMarcus Aldridge var með 22 stig á 26 mínútum í 113-100 sigri San Antonio Spurs á New Orleans Pelicans en Spurs-liðið vann fyrstu þrjá leikhlutana og var komið í 92-71 fyrir lokaleikhlutann. Manu Ginobili var með 17 stig á 17 mínútum, Kawhi Leonard skoraði 13 stig á 24 mínútum og Tony Parker var með 12 stig og 6 stoðsendingar á 24 mínútuum. Jonathon Simmons skoraði 12 stig fyrir Spurs og Patty Mills var með 11 stig. Pau Gasol skoraði reyndar bara 7 stig en var með 14 fráköst og 4 stoðsendingar á 24 mínútum.Bradley Beal skoraði 41 stig þegar Washington Wizards vann 117-110 endurkomusigur á Los Angeles Clippers eftir að hafa endað leikinn á 22-8 spretti. Markieff Morris var með 12 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta þar sem leikmenn Wizards liðsins stigu varla feilspor. John Wall var með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriðja sigri Washington Wizards í röð og ennfremur þeim fimmta í síðustu sex leikjum. Wizards lenti mest 11 stigum undir í þriðja leikhlutanum en hitti úr 12 af 15 skotum sínum í lokaleikhlutanum. Blake Griffin skoraði 26 stig fyrir Los Angeles Clippers en þau komu öll í fyrstu þremur leikhlutunum. Hann skoraði ekki eitt stig í þeim fjórða þar sem þjálfarinn Doc Rivers var meðal annars rekinn út úr húsi. DeAndre Jordan og Chris Paul voru báðir með tvennu í leiknum fyrir Clippers, Jordan skoraði 13 stig og tók 17 fráköst en Paul var með 13 stig og 12 stoðsendingar.Gordon Hayward skoraði 22 stig og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 21 stig, 12 fráköst og 3 varin skot þegar Utah Jazz vann 82-73 útisigur á Memphis Grizzlies. Þetta var fjórði sigurleikur Utah liðsins í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Mike Conley skoraði mest fyrir Memphis eða 14 stig.DeMar DeRozan skoraði 31 stig og Jonas Valanciunas bætti við 16 stigum og 13 fráköstum þegar Toronto Raptors vann Orlando Magic á útivelli 109-79. DeRozan hefur skorað 30 stig eða meira í fjórum leikjum í röð og alls fimmtán leikjum á tímabilinu. Þetta var fjórtándi hundrað stiga leikur Toronto Raptors liðsins í röð.Isaiah Thomas skoraði 23 stig og var rekinn út úr húsi þegar Boston Celtics vann 105-95 útisigur á Miami Heat. Avery Bradley bætti við 20 stigum og Al Horford var með 17 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Boston-liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð á móti Miami Heat. Goran Dragic skoraði 31 stig fyrir Miami og Hassan Whiteside endaði með 23 stig og 17 fráköst. Isaiah Thomas var rekinn út þegar 3:02 mínútur voru eftir af leiknum fyrir að gefa Justise Winslow vænt olnbogaskot í andlitið. Thomas blóðgaði Winslow og var rekinn út eftir að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku af atvikinu.Nýliðinn Joel Embiid skoraði 17 af 33 stigum sínum í þriðja leikhlutanum þegar Philadelphia 76ers vann 108-107 sigur á Brooklyn Nets. Embiid, sem er einn mest spennandi framtíðarleikmaður deildarinnar, hefur ekki skorað meira í einum leik en hann var einnig með 10 fráköst og hitti úr 12 af 17 skotum sínum.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-100 Memphis Grizzlies - Utah Jazz 73-82 Miami Heat - Boston Celtics 95-105 Orlando Magic - Toronto Raptors 79-109 Philadelphia 76ers - Brooklyn Nets 108-107 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-79 Washington Wizards - Los Angeles Clippers 117-110
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira