Stjórnleysingjar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. desember 2016 00:00 Það er svo langt síðan við kusum að maður man varla hvenær það var – maður man varla hvað maður kaus. Og hafi verið einhver stemmning í kjölfar kosninganna hefur flokkunum fimm sem lengst af stóðu í viðræðum tekist að kæfa hana niður með mikilli eindrægni í því að ná ekki saman. Óhætt er að segja að mikill samhljómur sé með flokkunum fimm í því; þau eru öll mjög ósamvinnuþýð; maður hefur sjaldan séð ekki samið af ámóta kurteisi og nú. Og vikurnar líða. Það er langt síðan var kosið og samt er eins og ekkert hafi gerst – enda hefur ekkert gerst. Enn er felld ríkisstjórn að leggja fram fjárlög af því tagi sem eindregið var hafnað af kjósendum, og gott ef ekki öllum flokkunum líka, í þessum kosningum. Áfram er gert ráð fyrir fjársvelti spítalanna og ófremdarástandi, enda svo mikið góðæri í landinu að sögn að þjóðin hefur ekki efni á sómasamlegu heilbrigðiskerfi.Hvað er að frétta af Íslandi? Og í stað þess að við fylgjumst spennt og glöð með fyrstu skrefum nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn þess stjórnmálaskörungs sem helst nýtur trúnaðar kjósenda til þeirra starfa um þessar mundir, Katrínar Jakobsdóttur, má þrautpínd þjóð nú sæta því að fylgjast með hinum afhrópaða Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fjarvistum hans og hérvistum í aðskiljanlegum veisluhöldum vegna hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins, þar sem hann stóð utangátta en fékk svo mikið sviðljós, að hann endaði innangátta en sjálf afmælishátíðin utangátta. Fari svo að maður hitti útlending sem spyrji hvað sé nú efst á baugi í pólitíkinni á Íslandi núna neyðist maður til að svara: Sigmundur Davíð – allir eru að tala um hann. Fyrir utan hitt, að mikið er verið að sanna að eini seki maðurinn í fjársvikamálum Hrunsins sé hæstaréttardómarinn sem dæmir í málunum. Við erum svo hugfangin af Sigmundi að sennilega endar hann eins og Donald Trump, sem tókst svo oft að storka og ganga fram af almennu velsæmi, að almennu velsæmi var á endanum breytt. Það er ekkert að frétta af Íslandi annað en Sigmundur Davíð. Manni skilst að of mikið hafi borið í milli Viðreisnar og VG, sem reyna nú af stórri kurteisi að koma sökinni yfir á hinn aðilann. Viðreisn vildi ekki auka nægilega framlög til heilbrigðismála, segja þau í VG, en VG-fólk var ekki reiðubúið til að gera þær kerfisbreytingar í íslensku samfélagi sem þarf að gera í réttlætis- og hagræðingarátt, að sögn Viðreisnarfólks. Það er nú það. Skyldu annars fyrrverandi kjósendur Samfylkingar sem fylktu sér um BF hafa áttað sig á því að þeir væru þar með að kjósa Viðreisn? Er það ekki svolítið eins og ef Óttarr Proppé hefði hætt í HAM og farið í Brimkló? Með atbeina BF fær klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum miklu meira vægi en ella, og neitunarvald sem hefur eflaust haft mikið að segja um það hversu treglega hefur gengið að berja saman stjórn. Það er að ýmsu að hyggja. VG er ekki lengur litli róttæki flokkurinn sem hugsar umfram allt um að halda árunni hreinni og hafa réttara fyrir sér en annað fólk. Mikið fylgi leggur jafnframt þær skyldur á herðar flokksfólki að sjá til þess að áhrif á landstjórnina komi í kjölfarið. Og mörgum kjósendum fylgja alls konar viðhorf, jafnvel hvert öðru rangara. Nú er VG stóri jafnaðarmannaflokkurinn sem þarf að bjóða upp á margar vistarverur og gera málamiðlanir til að koma fram nauðsynjamálum sem varða almannahag. Þetta er ekki lengur bara Kúbuvinafélagið og Vesturbæjar-radíkalar í sínum heitapotti.Gjáin Kannski er það vandi VG, eins og annarra flokka, hversu gjáin milli höfuðborgarsvæðis og svonefndrar landsbyggðar stækkar hratt, með sífellt ólíkari þankagangi, hugsjónum og hreinlega hagsmunum. Þessi vandi er ekki bundinn við Ísland, en er kannski sérlega skarpur hér á landi vegna þess hversu eindregin og hröð þróunin á síðustu öld var frá því að vera mesta sveitasamfélag Evrópu (og það fátækasta) og yfir í að vera eitt borgvæddasta (og ríkasta) samfélag álfunnar. Sumir stjórnmálamenn nærast á þessum klofningi og reyna að magna hann sem mest, sér til hag – nefnum engin nöfn. Gjánni fylgja vitaskuld flókin úrlausnarefni og maður er fullur skilnings á því. Hitt er kannski svolítið erfiðara að telja okkur trú um sem erum þarna úti – og bíðum æ vondaufari eftir því að mynduð verði umbótastjórn – að VG sé eini vinstri flokkurinn í landinu, eins og heyrst hefur úr þeim ranni, eini flokkurinn sem hefur áhuga á því að bæta kjör almennings, koma hér á velferðarkerfi, auka jöfnuð og réttlátari skiptingu gæða en nú er, fyrir utan sanngjarnt gjald til þjóðarinnar fyrir afnotin af þeirri auðlind sem óveiddur fiskurinn í sjónum er, og er svo sannarlega sameign þjóðarinnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Það er svo langt síðan við kusum að maður man varla hvenær það var – maður man varla hvað maður kaus. Og hafi verið einhver stemmning í kjölfar kosninganna hefur flokkunum fimm sem lengst af stóðu í viðræðum tekist að kæfa hana niður með mikilli eindrægni í því að ná ekki saman. Óhætt er að segja að mikill samhljómur sé með flokkunum fimm í því; þau eru öll mjög ósamvinnuþýð; maður hefur sjaldan séð ekki samið af ámóta kurteisi og nú. Og vikurnar líða. Það er langt síðan var kosið og samt er eins og ekkert hafi gerst – enda hefur ekkert gerst. Enn er felld ríkisstjórn að leggja fram fjárlög af því tagi sem eindregið var hafnað af kjósendum, og gott ef ekki öllum flokkunum líka, í þessum kosningum. Áfram er gert ráð fyrir fjársvelti spítalanna og ófremdarástandi, enda svo mikið góðæri í landinu að sögn að þjóðin hefur ekki efni á sómasamlegu heilbrigðiskerfi.Hvað er að frétta af Íslandi? Og í stað þess að við fylgjumst spennt og glöð með fyrstu skrefum nýrrar ríkisstjórnar undir stjórn þess stjórnmálaskörungs sem helst nýtur trúnaðar kjósenda til þeirra starfa um þessar mundir, Katrínar Jakobsdóttur, má þrautpínd þjóð nú sæta því að fylgjast með hinum afhrópaða Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fjarvistum hans og hérvistum í aðskiljanlegum veisluhöldum vegna hundrað ára afmælis Framsóknarflokksins, þar sem hann stóð utangátta en fékk svo mikið sviðljós, að hann endaði innangátta en sjálf afmælishátíðin utangátta. Fari svo að maður hitti útlending sem spyrji hvað sé nú efst á baugi í pólitíkinni á Íslandi núna neyðist maður til að svara: Sigmundur Davíð – allir eru að tala um hann. Fyrir utan hitt, að mikið er verið að sanna að eini seki maðurinn í fjársvikamálum Hrunsins sé hæstaréttardómarinn sem dæmir í málunum. Við erum svo hugfangin af Sigmundi að sennilega endar hann eins og Donald Trump, sem tókst svo oft að storka og ganga fram af almennu velsæmi, að almennu velsæmi var á endanum breytt. Það er ekkert að frétta af Íslandi annað en Sigmundur Davíð. Manni skilst að of mikið hafi borið í milli Viðreisnar og VG, sem reyna nú af stórri kurteisi að koma sökinni yfir á hinn aðilann. Viðreisn vildi ekki auka nægilega framlög til heilbrigðismála, segja þau í VG, en VG-fólk var ekki reiðubúið til að gera þær kerfisbreytingar í íslensku samfélagi sem þarf að gera í réttlætis- og hagræðingarátt, að sögn Viðreisnarfólks. Það er nú það. Skyldu annars fyrrverandi kjósendur Samfylkingar sem fylktu sér um BF hafa áttað sig á því að þeir væru þar með að kjósa Viðreisn? Er það ekki svolítið eins og ef Óttarr Proppé hefði hætt í HAM og farið í Brimkló? Með atbeina BF fær klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum miklu meira vægi en ella, og neitunarvald sem hefur eflaust haft mikið að segja um það hversu treglega hefur gengið að berja saman stjórn. Það er að ýmsu að hyggja. VG er ekki lengur litli róttæki flokkurinn sem hugsar umfram allt um að halda árunni hreinni og hafa réttara fyrir sér en annað fólk. Mikið fylgi leggur jafnframt þær skyldur á herðar flokksfólki að sjá til þess að áhrif á landstjórnina komi í kjölfarið. Og mörgum kjósendum fylgja alls konar viðhorf, jafnvel hvert öðru rangara. Nú er VG stóri jafnaðarmannaflokkurinn sem þarf að bjóða upp á margar vistarverur og gera málamiðlanir til að koma fram nauðsynjamálum sem varða almannahag. Þetta er ekki lengur bara Kúbuvinafélagið og Vesturbæjar-radíkalar í sínum heitapotti.Gjáin Kannski er það vandi VG, eins og annarra flokka, hversu gjáin milli höfuðborgarsvæðis og svonefndrar landsbyggðar stækkar hratt, með sífellt ólíkari þankagangi, hugsjónum og hreinlega hagsmunum. Þessi vandi er ekki bundinn við Ísland, en er kannski sérlega skarpur hér á landi vegna þess hversu eindregin og hröð þróunin á síðustu öld var frá því að vera mesta sveitasamfélag Evrópu (og það fátækasta) og yfir í að vera eitt borgvæddasta (og ríkasta) samfélag álfunnar. Sumir stjórnmálamenn nærast á þessum klofningi og reyna að magna hann sem mest, sér til hag – nefnum engin nöfn. Gjánni fylgja vitaskuld flókin úrlausnarefni og maður er fullur skilnings á því. Hitt er kannski svolítið erfiðara að telja okkur trú um sem erum þarna úti – og bíðum æ vondaufari eftir því að mynduð verði umbótastjórn – að VG sé eini vinstri flokkurinn í landinu, eins og heyrst hefur úr þeim ranni, eini flokkurinn sem hefur áhuga á því að bæta kjör almennings, koma hér á velferðarkerfi, auka jöfnuð og réttlátari skiptingu gæða en nú er, fyrir utan sanngjarnt gjald til þjóðarinnar fyrir afnotin af þeirri auðlind sem óveiddur fiskurinn í sjónum er, og er svo sannarlega sameign þjóðarinnar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.