Lífið

Trump fékk óvænta heimsókn frá hálfberum Pútín

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Beck Bennett og Alec Baldwin í hlutverkum sínum sem Pútín og Trump í SNL á laugardag.
Beck Bennett og Alec Baldwin í hlutverkum sínum sem Pútín og Trump í SNL á laugardag.
Alec Baldwin sneri aftur sem Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, í þætti Saturday Nigt Live á laugardaginn, en Trump gagnrýndi þáttinn og leik Baldwin á Twitter í kjölfar þáttar sem sýndur var þann 3. desember.

Ekkert hefur heyrst frá Trump eftir nýjasta þáttinn en í fyrsta sketsinum fær Trump óvæntan jólagest. Niður strompinn kemur enginn annar en forseti Rússlands, Vladimir Pútín, sem er að sjálfsögðu ber að ofan.

Eftir kjör Trump hefur mikið verið rætt um hvernig samskipti Rússa og Bandaríkjamanna kunni að breytast en í liðinni viku var nokkuð fjallað um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum en bæði CIA og FBI telja að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninganna með tölvuárásum.

Rússnesk stjórnvöld hafa vísað þessum ásökunum á bug og þá hefur Trump sjálfur einnig efast um niðurstöðu bandarísku stofnananna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.