Lífið

Harrison ford snýr aftur í nýrri stiklu úr Blade Runner 2049

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hvað hefur Rick Deckard verið að bralla síðastliðin 30 ár?
Hvað hefur Rick Deckard verið að bralla síðastliðin 30 ár? Skjáskot
Ný stikla fyrir kvikmyndina Blade Runner 2049 leit dagsins ljós í dag.

Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu enda er Blade Runner, sem kom út árið 1982 og skartaði Harrison Ford í aðalhlutverki, talin vera með allra bestu kvikmyndum sögunnar.

Þá skemmir ekki fyrir að Íslendingurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson samdi kvikmyndina í myndinni og má heyra brot af henni í stiklunni neðst í fréttinni.

Sögusvið Blade Runner 2049 er 30 árum eftir að fyrri myndin átti sér stað og fellur það í skaut lögreglumannsins K, sem leikinn er af Ryan Gosling, að finna Rick Deckard, aðalhetju fyrri myndarinnar, sem hvorki tangur né tetur hefur sést af í þrjá áratugi.

Með önnur hlutverk fara Ana de Armas, Sylvia Hoeks, Robin Wright, Mackenzie Davis, Carla Juri, Lennie James, Dave Bautista og Jared Leto. Með leikstjórn fer Denis Villeneuve sem hefur gert garðinn frægan fyrir kvikmyndir á borð við Prisoners, Sicario og Arrival. 

Stikluna má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.