Vistvæna bullið Jóhannes Gunnarsson skrifar 2. desember 2016 07:00 Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brúneggjamálið Neytendur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í september 2003 vöktu Neytendasamtökin athygli yfirvalda á því að engar sérstakar kröfur eða skilyrði væru gerð til framleiðenda sem notuðu heitið „vistvænt“ fyrir framleiðsluvörur sínar. Við bentum á að það stæði í raun ekkert á bak við þetta og þessi markaðssetning væri andstæð samkeppnislögum. Hún væri villandi og gæfi í skyn framleiðsluferli sem væru ekki til staðar. Í maímánuði 2004 vísuðu yfirvöld kvörtun Neytendasamtakanna frá og töldu ekki ástæðu til aðgerða þrátt fyrir að viðurkennt væri að engar sérstakar kröfur væru gerðar til framleiðenda sem notuðu merkinguna vistvænt. Einn mikilvægasti réttur neytenda er rétturinn til að fá réttar og góðar upplýsingar um þá vöru sem hann veltir fyrir sér að kaupa. Við í stjórn Neytendasamtakanna bentum því ítrekað á það í ræðu og riti allt frá árinu 2004 eða í rúman áratug að þessi skilgreining „vistvænn“ væri einskis virði og vöruðum neytendur við og gerðum athugasemdir við að þessar vörur væru markaðssettar sem sérstakar hollustuvörur og frábrugðnar öðrum venjulegum matvörum sem væru ekki merktar með þessu heiti. Ítrekað kvartað án árangurs Ítrekað var kvartað yfir þessu við yfirvöld sem sáu enga ástæðu til aðgerða og höfnuðu því að notkun ákveðinna framleiðenda á hugtakinu „vistvænt“ væri brot á samkeppnislögum. Það er ekki nýtt að yfirvöld hafni ábendingum frá neytendum og meti meira hagsmuni framleiðenda og seljenda en neytenda. Þannig var það jafnan meðan ríkiseinokun var á ákveðinni þjónustu. Þá stóðu stjórnvöld alltaf með einokunarfyrirtæki ríkisins gegn réttmætum kröfum neytenda og engu skipti þó framleiðendurnir og/eða seljendurnir væru á svokölluðum frjálsum markaði. Stjórnvöld stóðu alltaf með framleiðendum og seljendum í stað þess að vinna að eðlilegri uppbyggingu samkeppni og góðrar þjónustu á sanngjörnu verði. Þjóðinni var brugðið þegar Kastljós Sjónvarpsins afhjúpaði hvers konar svikastarfsemi hefur viðgengist um árabil í sambandi við framleiðslu ákveðins eggjaframleiðanda. Eggjaframleiðandinn hafði um árabil markaðssett vöru sína sem „vistvæna“ og stjórnvöld höfðu ekkert aðhafst jafnvel þó að eftirlitsaðilum væri fullkunnugt um það um árabil að þetta væri rangt og þessi merking og markaðssetning væri notuð fyrst og fremst í þeim tilgangi að selja neytendum vöru á fölskum forsendum á hærra verði en samkeppnisaðilinn gerði. Fölskum forsendum sem voru í raun blessuð af stjórnvöldum sem neituðu að aðhafast nokkuð í málinu til að tryggja eðlilega og sanngjarna samkeppni og gæta öryggis neytenda og þess að ekki væri okrað á þeim. Nú þegar dapurlegar staðreyndir liggja fyrir um svikastarfsemi Brúneggjaframleiðandans þá stoðar lítt fyrir Matvælastofnun og landbúnaðarráðuneyti að telja sig ekki bera neina ábyrgð á því að neytendur skyldu vera blekktir svo árum skiptir og narraðir til að kaupa verstu vöruna á markaðnum á yfirverði á þeim forsendum að við framleiðslu viðkomandi eggja væri beitt betri aðferðum og farið betur með dýrin en hjá samkeppnisaðilum. Spurning er hvaða ábyrgð eiga yfirvöld að bera í þessu sambandi. Eiga þau að hafa frumkvæðisskyldu til að koma í veg fyrir svikastarfsemi og okur á neytendum viti þau af því? Að sjálfsögðu eiga þau að gera það. Nágrannalönd standa með neytendum Í nágrannalöndum okkar bera stjórnvöld meiri virðingu fyrir því að rétt og lögleg markaðsstarfsemi fari fram og standa venjulega með neytendum gegn hagsmunum framleiðenda sé spurning um markaðssetningu, öryggi, verðlagningu og fullnægjandi upplýsingar. Af þeim sökum er framleiðsla nágrannaþjóða okkar viðurkennd gæðavara á sama tíma og á það skortir að vöruvöndun hér á landi sé með sama hætti. Nú hefur verið afhjúpað hvernig framleiðendur og eftirlitsaðilar hafa brugðist neytendum og í raun svikið þá og okrað á þeim. Til að neytendavernd verði virk þá þurfum við ekki bara á vakandi stjórnvöldum að halda sem standa með neytendum. Við þurfum öll að vera á verði og gæta þess að láta vita ef við teljum að verið sé að hafa rangt við. Við erum öll neytendur og það skiptir máli að við eigum kost á bestu þjónustunni, bestu framleiðslunni og besta verðinu hverju sinni. Það getum við fengið með samstöðu um eðlilega samkeppni og eftirlit. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun