Kína úti í mýri Trúður nú við stýri Búið er ævintýri Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. desember 2016 00:00 Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun