Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood var raunveruleg nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 23:01 Brando og Schneider í hlutverkum sínum í Last Tango in Paris. Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira