Óreyndir öryggisverðir Ívar Halldórsson skrifar 5. desember 2016 12:41 Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í jólaösinni fjölgar öryggisvörðum í verslunum. En hvaðan koma allir þessir öryggisverðir? Ekki eru þeir til á lager hjá öryggiseftirlitsfyrirtækjunum. Og ekki vaxa þeir á trjánum. Þegar eftirspurn eykst, grípa ýmis öryggiseftirlitsfyrirtæki til þess ráðs að ráða unga og óreynda námsmenn í öryggisgæslu. Þetta eru oft á tíðum menntskælingar sem vilja aukavinnu í desember til að eiga fyrir jólagjöfum o.þ.h. En hvaða skilyrði þarf manneskja að uppfylla til að gerast öryggisvörður í dag? Hvers konar þjálfun þarf manneskja að fá til að geta sinnt þeirri ábyrgð að gæta verðmæta verslana og stöðva þjófa á faglegan máta? Svo virðist sem að viðkomandi þurfi aðeins að passa í vinnufötin til að fá titilinn. Slík virðist manneklan vera orðin í öryggiseftirliti á þessum tíma árs. Öryggisvarðarbúningurinn er látinn fela reynsluleysið og fyrirtæki eru látin greiða fullt verð fyrir þjónustu sem óreyndur starfsmaðurinn getur á engan hátt veitt. Ég hef fylgst með þessu versna undanfarin ár og finnst mér persónulega ósanngjarnt að öryggisfyrirtæki láti viðskiptavini sína greiða fullt gjald fyrir óframfærið og óöruggt ungt fólk í lógó-skyrtum, sem það nennir jafnvel ekki að girða ofan í brækurnar, áður en fyrsta vaktin hefst. Ég hef rætt við þetta fólk og veit því hversu slæmt ástandið er. Þetta unga og óreynda fólk mætir til starfa hjá fyrirtækjum án nokkurrar reynslu í öryggisvörslu. Sumir nýliðar hafa aðeins fengið ábendingu um að horfa á eitthvað kennslumyndband áður en það mætir til öryggisstarfa í fyrsta sinn á ævinni. Í starfsmannahallærinu er hoppað yfir starfsþjálfunarþáttinn og nýgræðingar eru útskrifaðir athugasemdalaust og settir í fallega búninga - gjörsamlega grænir á bak við eyrun. Þeir eru á engan hátt í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem upp geta komið þegar þjófar reyna að komast undan með verðmæti verslana. Þegar það mætir á staðinn fellur það því oft í hlut þess sem þjónustuna kaupir að fræða óupplýstan öryggisvörðinn um hvernig hann eigi að sinna starfi sínu. Þetta eru ekki góð viðskipti að mínu mati. Ég hef því miður séð allt of marga viðvaninga á vegum öryggisfyrirtækja í jólavertíðinni. Oft hef ég séð óreynda starfsmenn standa áhugalausa og annars hugar við öryggishliðin. Ósannfærandi og óöruggir standa þeir kyrrir og forðast að hafa afskipti af fólki; afskipti sem eru auðvitað óumflýjanleg ef koma á í veg fyrir þjófnað. Reyndar man ég eftir einum sem nennti ekki einu sinni að standa í lappirnar. Hann fékk sér bara sæti og fór að leika sér í símanum sínum. Metnaðurinn enginn. „Fötin skapa manninn“, söng Laddi um árið. Þótt mikið sé til í því tel ég þó víst að fötin skapi ekki lækna, löggur, slökkviliðsmenn og öryggisverði. Reynslan er ekki í rúllukraganum, svo að segja. Þjálfun og fræðsla skapa fagmanninn. Titla og einkennisbúninga þarf að vinna sér inn. Að láta óreynda og ófrædda unglinga sinna öryggisvörslu er að mínu mati lítilsvirðing við þá öryggisverði sem hafa með miklum metnaði sérhæft sig til starfans og unnið sér þannig inn einkennisbúninginn. Ekki síst er ósanngjarnt gagnvart fyrirtækjaeigendum, sem kaupa öryggisþjónustuna í góðri trú um að „varan“ sé góð, að senda þeim óþjálfaða öryggisverði. Mörg fyrirtæki eru þó því miður að kaupa köttinn í sekknum um þessar mundir. Einu fyrirtækin sem geta sætt sig við þykjustu-öryggisverði eru þau fyrirtæki sem eiga aðeins við þykjustu-þjófa að etja í desember, en þau munu víst ekki vera mörg að mér skilst. Fyrirtæki sem eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta ættu því að vanda val sitt þegar kemur að kaupum á öryggisþjónustu og alls ekki að sætta sig að greiða fullt verð fyrir faglausa þjónustu. Það er þá alveg eins gott að kaupa einhvern öryggisbúning á Amazon og fá síðan frænda sinn eða frænku til að standa í honum fyrir sanngjarna upphæð; þ.e. ef starfsreynsla, geta og hæfni gilda einu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun