Hugsar um dauðann á hverjum degi Ritstjórn skrifar 7. desember 2016 20:00 Mynd/GQ.com Fatahönnuðurinn víðfrægi Tom Ford er í viðtali við bandaríska tímaritið GQ þar sem hann lætur gamminn geysa um meðal annars lífið, ástina og dauðann. Ástæðan fyrir viðtalinu er kvikmynd Ford, Nocturnal Animals, sem hefur hlotið jákvæðar viðtökur síðan hún kom út og sannar að Ford á jafn mikið heima í kvikmyndageiranum og í tískuheiminum þar sem hann er löngu búinn að skipa sér í fremstu röð. Ford byrjar viðtalið á að segjast hugsa um dauðann á hverjum degi, það haldi honum á tánum. „Ég sé kannski hvolp og hugsa „guð minn góður hvað þessi er sætur!“ en svo hugsa ég „oh hann á bara eftir að verða gamall og deyja“ en það gerir hann ennþá fallegri,“ segir Ford í viðtalinu. Myndin Nocturnal Animals fjallar, að sögn Ford, um að finna manneskju sem skiptir mann máli í lífinu og sleppa ekki takinu. Hún skartar þeim Amy Adams og Jake Gyllenhal í aðalhlutverkum en þetta er önnur mynd Ford. Sú fyrri, A Single Man, kom út árið 2009 og margt hefur gerst í lífi Ford síðan þá. Til dæmis á hann fjögurra ára son, er hættur að drekka og fluttur til Los Angeles. Hann segist sjálfur vera einn af þeim sem sleppir ekki takinu ef hann finnur réttu manneskjuna, en Ford hefur verið með Richard Buckley í 30 ár. Tom Ford og Richard Buckley.Ford segir í viðtalinu að föðurhlutverkið eigi vel við hann, þeir reyni vísvitandi að halda syninum Jack fyrir utan sviðsljósið en það er ánægjulegt vita að fatahönnuðurinn er að glíma við sömu vandamál og við hin þegar kemur að klæðaburði einkasonarins. „Ég er búinn að velja föt fyrir hann í fataskápinn og við hjálpumst svo að að velja klæðnað dagsins. Hann er sem betur kominn út úr tímabilinu sem hann vildi bara klæðast kamellit en núna vill hann bara svart. Og þegar ég segi við hann að börn verði að klæðast einhverjum litum segir hann „ok, grátt þá“ og þá gefst ég upp,“ segir Ford sem er einlægur í viðtalinu þar sem kemur meðal annars fram að hann byrjar alltaf daginn klukkan sex á morgnana, áður en aðrir fjölskyldumeðlimir vakna á að fara í eitt af sínum fimm daglegum baðferðum. Við mælum með að lesa viðtalið við þennan snilling sem er einstaklega skemmtilega skrifað og fróðlegt. Einnig má hér sjá viðtal við Ford hjá The View - þar sem hann talar líka um myndina sína og afhverju hann vill ekki klæða tilvonandi forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump. Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Er Cara að hætta sem fyrirsæta? Glamour
Fatahönnuðurinn víðfrægi Tom Ford er í viðtali við bandaríska tímaritið GQ þar sem hann lætur gamminn geysa um meðal annars lífið, ástina og dauðann. Ástæðan fyrir viðtalinu er kvikmynd Ford, Nocturnal Animals, sem hefur hlotið jákvæðar viðtökur síðan hún kom út og sannar að Ford á jafn mikið heima í kvikmyndageiranum og í tískuheiminum þar sem hann er löngu búinn að skipa sér í fremstu röð. Ford byrjar viðtalið á að segjast hugsa um dauðann á hverjum degi, það haldi honum á tánum. „Ég sé kannski hvolp og hugsa „guð minn góður hvað þessi er sætur!“ en svo hugsa ég „oh hann á bara eftir að verða gamall og deyja“ en það gerir hann ennþá fallegri,“ segir Ford í viðtalinu. Myndin Nocturnal Animals fjallar, að sögn Ford, um að finna manneskju sem skiptir mann máli í lífinu og sleppa ekki takinu. Hún skartar þeim Amy Adams og Jake Gyllenhal í aðalhlutverkum en þetta er önnur mynd Ford. Sú fyrri, A Single Man, kom út árið 2009 og margt hefur gerst í lífi Ford síðan þá. Til dæmis á hann fjögurra ára son, er hættur að drekka og fluttur til Los Angeles. Hann segist sjálfur vera einn af þeim sem sleppir ekki takinu ef hann finnur réttu manneskjuna, en Ford hefur verið með Richard Buckley í 30 ár. Tom Ford og Richard Buckley.Ford segir í viðtalinu að föðurhlutverkið eigi vel við hann, þeir reyni vísvitandi að halda syninum Jack fyrir utan sviðsljósið en það er ánægjulegt vita að fatahönnuðurinn er að glíma við sömu vandamál og við hin þegar kemur að klæðaburði einkasonarins. „Ég er búinn að velja föt fyrir hann í fataskápinn og við hjálpumst svo að að velja klæðnað dagsins. Hann er sem betur kominn út úr tímabilinu sem hann vildi bara klæðast kamellit en núna vill hann bara svart. Og þegar ég segi við hann að börn verði að klæðast einhverjum litum segir hann „ok, grátt þá“ og þá gefst ég upp,“ segir Ford sem er einlægur í viðtalinu þar sem kemur meðal annars fram að hann byrjar alltaf daginn klukkan sex á morgnana, áður en aðrir fjölskyldumeðlimir vakna á að fara í eitt af sínum fimm daglegum baðferðum. Við mælum með að lesa viðtalið við þennan snilling sem er einstaklega skemmtilega skrifað og fróðlegt. Einnig má hér sjá viðtal við Ford hjá The View - þar sem hann talar líka um myndina sína og afhverju hann vill ekki klæða tilvonandi forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump.
Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Er Cara að hætta sem fyrirsæta? Glamour