Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Kynning skrifar 9. febrúar 2016 20:00 Heildsalan Bpro stendur á tímamótum og fagnar 5 ára afmæli í ár. Í tilefni þess ætlar B Pro að halda stærstu hársýningu sinnar tegundar hér á landi þann 13. febrúar. „Það er allt að gerast. Við erum að fá til landsins eitt flottasta hár-teymi í heiminum í dag. Ég lofa því að Show sem þetta - hefur aldrei verið sett upp á Íslandi áður hvorki fyrr né síðar Enda hefur Bpro verið þekkt fyrir að taka hlutina lengra en gengur og gerist,“ segir Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, sölufulltrúi Bpro um sýninguna. „Einnig erum við að fara frumsýna hágæða lúxus línu frá Label.m - sem inniheldur sérhannaða blöndu úr m.a. kampavíni og fínustu rykögnum úr ekta demant. Kvöldið verður stútfullt af óvæntri gleði sem mun koma fólki til að nötra í hnjáliðunum. Með okkur eru svo frábærir samstarfsaðilar sem munu koma að þessu með okkur,“ bætir Guðný við.Frá samskonar sýningu hjá Label M í London í fyrraEn á hverju eiga gestir von? „Stærstu stjörnurnar frá TONI&GUY ARTISTIC TEAM eru að koma á frónið, en Bpro vann stærstu verðlaun hjá Label.m sem dreifingaraðili ársins 2015. Þeir munu koma með föt frá fatahönnuðinum Giles Deacon, fyrir margar milljónir beint af pöllum Fashion Week og sýningin verður sett upp í anda þess.“Það var öllu til tjaldað á sýningunni í London í fyrra.En hversu mikilvægt er fyrir okkur íslendinga og íslenskt hárfagfólk að fá svona kanónur til landsins? „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur hér á Íslandi að fylgja öllum þeim tískustraumum sem eru út í þessum stóra heimi. Til þess að geta vaxið sem fagmaður þarf maður að næra þann vöxt. Toni&Guy er í miklum fararbroddi þegar kemur að tísku og hönnun hárs. Við erum gríðalega stolt að því að hafa okkar Toni&Guy rannsóknarteymi baksviðs til að hanna og finna út hvernig við getum notað label.m sem best og finna út hvað virkar,“ bætir Guðný við.Guðný hefur starfað hjá B Pro frá upphafi og segir margt hafa breyst síðan þá. „Það er virkilega gefandi að vinna hjá fyrirtæki sem vinnur allt af mikilli fagmennsku og einstakri natni. Þetta er búið að vera falleg vegferð sem hefur kostað góðan “svita” en hefur skilað sér í því sem við erum að uppskera nú í dag. Ég er heppin að hafa verið með allan tímann. Fyrir mér eru það algjör forréttindi að upplifa gríðalega ástríðu fyrir því sem ég geri í Bpro. Elska að kljást við mörg og ólík verkefni á hverjum einasta degi, enda stemmning og gleði númer 1..2 og 100,“ bætir hún við. Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour
Heildsalan Bpro stendur á tímamótum og fagnar 5 ára afmæli í ár. Í tilefni þess ætlar B Pro að halda stærstu hársýningu sinnar tegundar hér á landi þann 13. febrúar. „Það er allt að gerast. Við erum að fá til landsins eitt flottasta hár-teymi í heiminum í dag. Ég lofa því að Show sem þetta - hefur aldrei verið sett upp á Íslandi áður hvorki fyrr né síðar Enda hefur Bpro verið þekkt fyrir að taka hlutina lengra en gengur og gerist,“ segir Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, sölufulltrúi Bpro um sýninguna. „Einnig erum við að fara frumsýna hágæða lúxus línu frá Label.m - sem inniheldur sérhannaða blöndu úr m.a. kampavíni og fínustu rykögnum úr ekta demant. Kvöldið verður stútfullt af óvæntri gleði sem mun koma fólki til að nötra í hnjáliðunum. Með okkur eru svo frábærir samstarfsaðilar sem munu koma að þessu með okkur,“ bætir Guðný við.Frá samskonar sýningu hjá Label M í London í fyrraEn á hverju eiga gestir von? „Stærstu stjörnurnar frá TONI&GUY ARTISTIC TEAM eru að koma á frónið, en Bpro vann stærstu verðlaun hjá Label.m sem dreifingaraðili ársins 2015. Þeir munu koma með föt frá fatahönnuðinum Giles Deacon, fyrir margar milljónir beint af pöllum Fashion Week og sýningin verður sett upp í anda þess.“Það var öllu til tjaldað á sýningunni í London í fyrra.En hversu mikilvægt er fyrir okkur íslendinga og íslenskt hárfagfólk að fá svona kanónur til landsins? „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur hér á Íslandi að fylgja öllum þeim tískustraumum sem eru út í þessum stóra heimi. Til þess að geta vaxið sem fagmaður þarf maður að næra þann vöxt. Toni&Guy er í miklum fararbroddi þegar kemur að tísku og hönnun hárs. Við erum gríðalega stolt að því að hafa okkar Toni&Guy rannsóknarteymi baksviðs til að hanna og finna út hvernig við getum notað label.m sem best og finna út hvað virkar,“ bætir Guðný við.Guðný hefur starfað hjá B Pro frá upphafi og segir margt hafa breyst síðan þá. „Það er virkilega gefandi að vinna hjá fyrirtæki sem vinnur allt af mikilli fagmennsku og einstakri natni. Þetta er búið að vera falleg vegferð sem hefur kostað góðan “svita” en hefur skilað sér í því sem við erum að uppskera nú í dag. Ég er heppin að hafa verið með allan tímann. Fyrir mér eru það algjör forréttindi að upplifa gríðalega ástríðu fyrir því sem ég geri í Bpro. Elska að kljást við mörg og ólík verkefni á hverjum einasta degi, enda stemmning og gleði númer 1..2 og 100,“ bætir hún við.
Glamour Fegurð Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour