Fótbolti

Lánsmaður Man. City skoraði á móti þeim í Meistaradeildinni í kvöld | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City og Celtic gerðu 1-1 jafntefli á Ethiad-leikvanginum í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn breytti engu um stöðu liðanna í riðlinum.

Fyrri hálfleikurinn var mun fjögurri en sá seinni og bæði mörk leiksins komu á fyrstu átta mínútunum.

Patrick Roberts kom Celtic í 1-0 strax á fjórðu mínútu leiksins þegar hann labbaði inn í teiginn framhjá varnarmönnum Manchester City og skoraði laglega.

Patrick Roberts þessi er aðeins nítján ára gamall og hann er í eigu Manchester City. City lánaði hann til Celtic og hann spilaði á móti sínu félagi. Roberts minnti vel á sig með þessu góða marki.

Celtic var þó aðeins yfir í fjórar mínútur því Kelechi Iheanacho jafnaði á áttundu mínútu.

Nolito skoraði í seinni hálfleiknum og hélt hann væri að tryggja City sigurinn en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Liðin sættust því á 1-1 jafntefli. Barcelona vann riðilinn, Manchester City tók annað sætið en Celtic-menn enda í fjórða og síðasta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×