Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2016 12:05 Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. Sá möguleiki er ekki lengur fyrir hendi að sögn Georgs Lárussonar. Vísir/Vilhelm Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að komið sé að vendipunkti hjá starfsemi Gæslunnar með frumvarpi um fjárlög sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Fyrir liggi að segja þurfi upp áhöfn af varðskipi og 165 daga á ári verði ekkert varðskipt við Íslandsstrendur, sem sé algjörlega óviðunandi. Fjárlagafrumvarpið var kynnt í gær en þar kemur fram að fjárlög til Landhelgisgæslunnar séu svipuð á milli ára, um 3,8 milljarðar króna. Miðað við óbreyttar fjárveitingar sé krefjandi verkefni fyrir Gæsluna að standa undir sínum helstu lögbundnu skyldum, og því þurfi að fækka um eina varðskipsáhöfn á næsta ári auk þess sem draga þurfi úr annarri starfsemi.Verulegur niðurskurður Gæslan óskar eftir auknu rekstrarframlagi á næsta ári en það sé nauðsynlegt til að halda úti einu varðskipti allt árið og vera með þrjár þyrlur og eina flugvél í rekstri. „ Við höfum óskað eftir 300 milljónum til að standa straum af algjörri lágmarksviðbragðsgetu. Í raun og veru vantar okkur 1,5 milljarð inn í starfsemina til að geta sinnt lögbundnu hlutverki okkar með viðunandi hætti. Þetta þýðir í raun það að við þurfum að skera verulega niður,“ segir Georg í samtali við fréttastofu. Gæslan gat áður aflað sér tekna með þátttöku í verkefnum erlendis en sértekjur af slíkum verkefnum frá 2010-2015 voru að meðaltali um 700 milljónir króna á ári. „Við höfum haft þá stefnu hér að barma okkur ekki og höfum aflað okkur peninga sjálf í útlöndum. Nú er sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi. Vegna þessa höfum við biðlað til stjórnvalda um leiðréttingu sem nemur þessari fjárhæð, til að geta haldið okkur á floti,“ segir Georg.Munu falla fram af bjarginu „Við treystum á að nýkjörið þing taki á þessu máli og leiðrétti þetta. Ef ekki horfum við fram á neyðarástand í björgunar- og viðbragsgetu í þessu landi.“ Fáist ekki viðbótarframlagið upp á 300 milljónir króna sé ljóst að segja þurfi upp áhöfn á varðskipi og skila annarri þyrlunni sem Gæslan hafi á leigu. Þriðja þyrlan er í eigu Gæslunnar. „Samkvæmt okkar úreikningum er þetta þannig að við munum aðeins geta haldið úti varðskipi sem nemur 200 dögum á ári. Það verður þá ekkert varðskip við íslands strendur 165 daga á ári, sem er algjörlega óviðunandi.“ Staðan sé ekki góð.„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2017 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira