Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 80-87 | Fimmti sigur Stólanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2016 21:30 Pétur Rúnar Birgisson skoraði 11 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Vísir/Ernir Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Tindastóll vann sinn fimmta sigur í Domino's deild karla í körfubolta í röð þegar liðið lagði Grindavík að velli, 80-87, í Röstinni í kvöld. Stólarnir eru jafnir KR að stigum á toppi deildarinnar og líta virkilega vel út eftir þjálfara- og Kanaskiptin. Tindastóll þurfti þó að hafa mikið fyrir sigrinum en gestirnir voru lengi í gang í kvöld. Grindavík var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega 1. leikhluta sem þeir unnu 29-19. Átta stigum munaði á liðunum í hálfleik, 49-41, en í seinni hálfleik voru Stólarnir með yfirhöndina. Þeir hertu vörnina og fengu aðeins á sig 31 stig í seinni hálfleik. Gestirnir unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og náðu forystunni undir lok 3. leikhluta þegar Svavar Birgisson setti niður þrist. Tindastóll var svo betri aðilinn í fjórða og síðasta leikhlutanum og landaði góðum sjö stiga sigri, 80-87.Af hverju vann Tindastóll? Frammistaða gestanna í kvöld var eins og svart og hvítt. Þeir voru slakir í fyrri hálfleik og gátu prísað sig sæla að vera aðeins átta stigum undir eftir hann. Seinni hálfleikurinn var miklu betri að hálfu Tindastóls. Áðurnefndur Svavar byrjaði inn á í staðinn fyrir Helga Rafn Viggósson sem var á þremur villum. Við það opnaðist meira fyrir Antonio Hester inni í teig og hann skoraði 12 af 17 stigum sínum í 3. leikhluta. Varnarleikur Tindastóls var svo sterkur í seinni hálfleik og allur taktur datt úr sóknarleik Grindvíkinga.Bestu menn vallarins: Christopher Caird var langstigahæstur á vellinum með 36 stig en Englendingurinn spilar betur með hverjum leiknum í treyju Tindastóls. Pétur Rúnar Birgisson hitti illa (33%) en stýrði leik Tindastóls vel í seinni hálfleik. Þá hefur framlags Svavars verið getið. Hann skilaði engum rosalegum tölum, fimm stigum og þremur fráköstum, en Stólarnir unnu þær mínútur sem hann spilaði með 10 stigum og hann opnaði fyrir Hester undir körfunni. Þorsteinn Finnbogason stóð upp úr í liði Grindvíkinga. Hann skoraði 18 stig og hitti úr sex af 10 þriggja stiga skotum sínum. Þá tók Þorsteinn 12 fráköst, flest allra á vellinum.Tölfræði sem vakti athygli: Grindavík var með 52% þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Hún lækkaði þó niður í 35% í seinni hálfleik. Grindvíkingar fengu miklu 11 fleiri villur í leiknum og villuvandræði Ólafs Ólafssonar gerðu þeim erfitt fyrir í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Grindvíkinga var skelfilegur á lokakaflanum. Þar réð glundroðinn ríkjum og hver og einn ætlaði að leika hetju og setja niður draumaþrista. Það gekk ekki og það var áberandi betri stjórn á sóknarleik Stólanna undir lokin. Þá söknuðu Grindvíkingar meira framlags frá leikmanni eins og Degi Kár Jónssyni sem var lengst af í felum í kvöld. Þá var Ingvi Þór Guðmundsson í tómu rugli undir lokin og tók skelfilegar ákvarðanir í sókninni.Jóhann: Er nánast orðlaus Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera sáttur með sína menn eftir tapið fyrir Tindastóli í kvöld. „Ég er hundfúll með mína menn. Við áttum að gera betur. Við framkvæmdum hlutina hrikalega illa í vörn og sókn í seinni hálfleik. Miðað við hvað við spiluðum illa er ótrúlegt að þetta hafi bara endað í sjö stigum,“ sagði Jóhann. Hann var verulega ósáttur með hvernig hans menn fóru með síðustu sóknirnar í leiknum. „Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta spjald. Þetta er með ólíkindum, ég er nánast orðlaus. Við ætluðum að setja 7-8 stig í einni sókn og allir ætluðu að vera hetjan í staðinn fyrir að finna gott og opið skot. Við held að við höfum ekki sett eina hindrun í seinni hálfleik. Við vorum að setja hindrun fyrir drauginn Casper sem enginn sér,“ sagði Jóhann. Grindvíkingar fengu mun fleiri villur en Stólarnir í kvöld og það setti þá í erfiða stöðu í seinni hálfleik. Ólafur Ólafsson var t.a.m. í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu um miðjan 4. leikhluta. „Við leystum það ágætlega. Auðvitað var slæmt að missa hann [Ólaf] út af en hann fékk einhverjar þrjár villur sem hann gat sleppt. Ég er mjög fúll,“ sagði Jóhann og dæsti.Martin: Svavar kann leikinn Það lá vel á Israel Martin, þjálfara Tindastóls, eftir sigurinn á Grindavík í kvöld. „Við vorum kaldir í byrjun leiks en betri í þeim seinni. Við spiluðum of hægt og ekki á okkar hraða. Við viljum spila hratt og vera þéttir fyrir í vörninni,“ sagði Martin í samtali við Vísi. „Við fengum á okkur 49 stig í fyrri hálfleik en bara 31 í þeim seinni sem sýnir að varnarleikurinn var betri. Við létum boltann ganga í sókninni og vorum skynsamir. En við getum enn bætt okkur og það er mikil vinna framundan.“ Martin lét Svavar Birgisson byrja seinni hálfleikinn í stað Helga Rafns Viggóssonar. Hver var hugsunin á bak við það? „Til að hlífa Helga sem var á þremur villum. Svavar er traustur leikmaður sem gerir ekki mistök,“ sagði Martin sem tók undir með blaðamanni að nærvera Svavars virtist hafa opnað meira fyrir Antonio Hester sem skoraði 12 stig í 3. leikhluta. „Nákvæmlega, Svavar er góð skytta og klár leikmaður. Hann er kannski ekki sá hraðasti en hann veit hvernig á að spila leikinn,“ sagði spænski þjálfarinn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira