Er lélegt áhorf á NFL Kaepernick að kenna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 14:15 Máttur Kaepernick virðist vera mikill. vísir/getty Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað. NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað.
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira