Íslenski boltinn

Garðar framlengdi við ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA.
Garðar Gunnlaugsson í leik með ÍA. vísir/anton
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar, Garðar Bergmann Gunnlaugsson, verður áfram á Akranesi.

Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við ÍA og nýi samningurinn er til tveggja ára.

Hann skoraði 14 mörk í Pepsi-deildinni nýliðið sumar. Sumarið 2015 skoraði hann 9 mörk en missti af sjö leikjum vegna meiðsla. Hann fékk engu að síður silfurskóinn. Árið þar áður var hann markahæstur í 1. deildinni með 19 mörk.

Kantmaðurinn Ólafur Valur Valdimarsson er einnig búinn að skrifa undir nýjan samning við ÍA og er samningur hans út leiktíðina 2018 rétt eins og hjá Garðari.

Ólafur er 27 ára gamall og hefur spilað 180 meistaraflokksleiki fyrir ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×