Íslenski boltinn

Stjörnumenn fara aðrar leiðir í þjálfun | Allt um það á næsta Súpufundi KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjarnan á tvö mjög sterk meistaraflokkslið í fótboltanum.
Stjarnan á tvö mjög sterk meistaraflokkslið í fótboltanum. Vísir/Ernir
Stjarnan er eina félagið sem átti tvö verðlaunalið í Pepsi-deildunum tveimur á síðustu leiktíð. Garðbæingar fara aðrar leiðir í þjálfun leikmanna sinna og nú geta áhugasamir fengið að vita allt um það.

Kvennalið Stjörnunnar varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild kvenna í sumar og karlaliðið náði öðru sætinu í Pepsi-deild karla. Ekkert annað félag átti tvö lið inn á topp fjögur í þessum tveimur toppdeildum íslenska fótboltans.

Þriðjudaginn 6. desember næstkomandi klukkan tólf á hádegi mun Þórhallur Siggeirsson, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar, halda fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þórhallur mun fjalla ítarlega um aðferðir Stjörnunnar í þjálfun leikmanna en félagið hefur undanfarin tvö ár unnið markvisst eftir nýrri stefnu.

„Stefnan er áhugaverð og frábrugðin því sem gengur og gerist í íslensku knattspyrnuumhverfi. Þessi fyrirlestur höfðar til allra þjálfara, sérstaklega yfirþjálfara yngri flokka sem og stjórnarmanna í barna- og unglingaráðum og knattspyrnustjórnum,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.

Fyrirlesturinn veitir tvö endurmenntunarstig fyrir KSÍ A og KSÍ B þjálfaragráður. Aðgangur er ókeypis, allir velkomnir og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×