Fótbolti

Basl á Börsungum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna jöfnunarmarki Carles Alena.
Leikmenn Barcelona fagna jöfnunarmarki Carles Alena. vísir/epa
Barcelona náði aðeins jafntefli gegn C-deildarliði Hercules í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld.

Luis Enrique, knattspyrnustjóri Barcelona, hvíldi marga af sterkustu leikmönnum liðsins í leiknum í kvöld. Þó voru leikmenn á borð við Arda Turan, Denis Suárez og Samuel Umtiti í byrjunarliði Börsunga.

David Mainz kom Hercules yfir á 52. mínútu en hinn 18 ára gamli Carles Alena jafnaði metin aðeins sex mínútum síðar.

Seinni leikur liðanna fer fram á Nývangi 21. desember.

Það var ekki neitt vesen á Atlético Madrid sem rúllaði yfir C-deildarlið Guijuelo á útivelli. Lokatölur 0-6, Atlético Madrid í vil. Seinni leikurinn á Vicente Calderón er því aðeins formsatriði.

Yannick Carrasco skoraði tvívegis fyrir Atlético Madrid og þeir Saúl Niguez, Sime Vrsaljko, Ángel Correa og Roberto Nunez sitt markið hver.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×