Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Grasrót kennara skrifar 21. nóvember 2016 06:30 Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun