Íslenski boltinn

Skagamaðurinn verður áfram í Víkinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnþór Ingi Kristinsson í leik með Víkingi í Pepsi-deildinni síðasta sumar.
Arnþór Ingi Kristinsson í leik með Víkingi í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Vísir/Ernir
Arnþór Ingi Kristinsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Víkinga og mun spila áfram með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Arnþór Ingi er 26 ára miðjumaður sem hefur einnig spilað sem miðvörður í Víkingsliðinu.

Arnþór Ingi er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og spilaði þar til ársins 2011 þegar hann fór í Hamar í Hveragerði. Arnþór spilaði í tvö tímabil með Hamarsliðinu í 2. deildinni.

Arnþór Ingi kom til Víkings fyrir 2013 tímabilið og fór með liðinu upp í Pepsi-deildina það sumar. Hann hefur síðan spilað með liðinu síðan.  

Arnþór var því að klára sitt fjórða tímabil í Víkinni í sumar. Arnþór Ingi var með tvö mörk og einu stoðsendingar í 18 leikjum í Pepsi-deildinni. Það voru átta leikmenn liðsins sem spiluðu fleiri mínútur í deildinni en hann.

Arnþór Ingi hefur alls skorað 3 mörk í 41 leik með Víkingi í Pepsi-deildinni frá 2014 til 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×