Samskipti við Bretland í aðalhlutverki á fundi EFTA-ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 13:03 Utanríkisráðherra ásamt hinum ráðherrum EFTA-ríkjanna Vísir/EFTA Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs. Brexit Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs.
Brexit Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira