Framtíð bankastjórans í óvissu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Harðlega var mótmælt í höfuðstöðvum Landsbankans þegar upp komst að bankinn hefði orðið af miklum verðmætum vegna sölunnar á Visa Europe. vísir/stefán Forsvarsmenn Bankasýslunnar munu funda með bankaráði Landsbankans fljótlega til þess að ræða viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hefði þurft að „fylgja betur þeim meginkröfum að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum“, eins og segir í skýrslunni. „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar,“ segir Ríkisendurskoðun jafnframt og bætir við að bankaráðið þurfi að grípa til ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn hefur á undanförnum árum stefnt í hættu með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum. Hvorki formaður bankaráðsins né stjórnarformaður Bankasýslunnar, sem heldur utan um 98 prósenta hlut ríkisins í bankanum, vill tjá sig um það hvort bankastjóranum, Steinþóri Pálssyni, sé sætt í embætti. „Meðan bankastjórinn er við stjórn bankans þá nýtur hann trausts bankaráðsins. En ég vil ekkert tala um efni skýrslunnar eða okkar aðgerðir í dag. Við eigum eftir að fara betur yfir þessa skýrslu,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum sínum í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Borgunarmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Forsvarsmenn Bankasýslunnar munu funda með bankaráði Landsbankans fljótlega til þess að ræða viðbrögð við skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hefði þurft að „fylgja betur þeim meginkröfum að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli eða rökstyðja ella frávik frá þeim kröfum“, eins og segir í skýrslunni. „Að mati stofnunarinnar hafa vinnubrögð bankans við eignasölur á undanförnum árum skaðað orðspor hans auk þess sem hann lét ekki alltaf á það reyna með fullnægjandi hætti hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir eignirnar,“ segir Ríkisendurskoðun jafnframt og bætir við að bankaráðið þurfi að grípa til ráðstafana til að endurheimta það traust sem bankinn hefur á undanförnum árum stefnt í hættu með verklagi sínu við sölu á verðmætum eignum. Hvorki formaður bankaráðsins né stjórnarformaður Bankasýslunnar, sem heldur utan um 98 prósenta hlut ríkisins í bankanum, vill tjá sig um það hvort bankastjóranum, Steinþóri Pálssyni, sé sætt í embætti. „Meðan bankastjórinn er við stjórn bankans þá nýtur hann trausts bankaráðsins. En ég vil ekkert tala um efni skýrslunnar eða okkar aðgerðir í dag. Við eigum eftir að fara betur yfir þessa skýrslu,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega fjallað um sölu Landsbankans á eignarhlutum sínum í Vestia og Icelandic Group árið 2010, Promens árið 2011 og jafnframt Framtakssjóði Íslands og IEI árið 2014. Einnig er fjallað um söluna á hlutum bankans í Borgun og Valitor árið 2014. Bendir Ríkisendurskoðun á að allar þessar sölur hafi farið fram í lokuðu ferli og í sumum tilvikum hafi líklega fengist lægra verð fyrir eignarhlutina en vænta mátti miðað við verðmætin sem þeir geymdu. Þá er Landsbankinn gagnrýndur sérstaklega fyrir að hafa ekki aflað sér nægilegra upplýsinga um greiðslukortafyrirtækið Borgun, meðal annars um aðild fyrirtækisins að Visa Europe Ltd. Segir Ríkisendurskoðun erfitt að meta þá fjárhæð sem Landsbankinn fór á mis við þegar fyrirtækið var selt Visa International, þar sem hagnaður Borgunar (um 6,2 milljarðar) hafi orðið til eftir sölu eignarhlutarins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Borgunarmálið Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08 Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59 Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Endanleg skýrsla um Borgun er væntanleg Von er á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Borgunarmálið öðrum hvorum megin við helgina. Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og venja er að málsaðilar fái einn til tvo daga til að lesa slíkar skýrslur yfir áður en þær eru birtar opinberlega. 17. nóvember 2016 07:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklag Landsbankans við eignasölur síðustu sex ár Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar vegna sölu eigna Landsbankans kom út í morgun. 21. nóvember 2016 11:08
Á meðan Steinþór er bankastjóri nýtur hann trausts bankaráðs Formaður bankaráðs Landsbankans vill ekki svara því hvort bankastjóri bankans njóti trausts til að sinna starfinu áfram í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um eignasölur bankans. 21. nóvember 2016 18:59
Landsbankinn gleymdi líklegast að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe Í drögum að skýrslu sem Ríkisendurskoðun vinnur nú að vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í kortafyrirtækinu Borgun kemur fram að á fundum með stofnuninni í ágúst og september síðastliðnum hafi Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, viðurkennt að bankinn hafi að öllum líkindum gleymt að spyrja forsvarsmenn Borgunar út í Visa Europe. 16. nóvember 2016 07:22