Pólitíski pókerinn Ívar Halldórsson skrifar 22. nóvember 2016 10:54 Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það var vilji þjóðarinnar að ganga fyrr að kjörkössunum. Skjótt var brugðist við og blásið til kosninga fyrr en ella. Loks þegar vilji þjóðarinnar kom upp úr kjörkössunum virtist vilji þjóðarinnar litlu máli skipta. Það hentaði ekki ákveðnum flokkum að starfa með meirihlutaflokknum sem hlaut þó um þriðjung atkvæða. Á þeim forsendum var rödd þjóðarinnar í raun þögguð niður og með pólitísku handafli hafa nú þingmenn sveiflað stöðunni frá hægri til vinstri. Ég velti fyrir mér af hverju Íslendingar voru látnir ganga til kosninga um daginn. Af hverju voru ekki bara formennirnir látnir berjast um stjórnartaumana án aðkomu okkar hinna. Af hverju að kosta til milljónum í fokdýra kosningaumgjörð þegar niðurstaðan skiptir á endanum litlu máli? Þegar niðurstöður kannanna voru bornar saman við úrslit kosninganna kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var með meira fylgi en búið var að spá fyrir og Píratarnir með minna. Samfylkingin fékk lítinn sem engan stuðning landsmanna þegar niðurstöður leiddu í ljós að flokkurinn náði bara einum þingmanni inn. Engu að síður lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn viki fyrir flokkum sem fengu minna eða áberandi lítið fylgi. Endanleg stjórn mun ekki endurspegla þann lýðræðislega vilja þjóðarinnar sem kom greinilega í ljós við lok talningar á atkvæðum landsmanna. Og einhverra hluta vegna virðast stjórnmálaflokkar ekki þurfa að beygja sig undir ósk meirihlutans þegar öllu er á botninn hvolft. Þeir geta að eigin geðþótta sameinast um að starfa ekki með meirihlutaflokki í tráss við vilja þjóðar. Ekki geta þó vinstri sinnaðir landsmenn neitað að beygja sig undir kjörna stjórn hægri manna, né hægri sinnaðir landsmenn undir kjörna vinstri stjórn. Vilji þjóðarinnar er í baksýnisspeglinum í dag og nú hafa valdafúsir þingmenn spilað sinn pólitíska póker á bak við tjöldin, og eflaust ýmislegt lagt undir til að ná fram flokkssigrum. Ég heyri á mörgum Íslendingum í dag að þeim finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum í nýlega afstöðnum kosningum. Ég er nokkuð viss um að þetta pólitíska leikrit hafi ekki haft jákvæð áhrif á kjörsókn til framtíðar. Það er heldur fátt eins pirrandi og þegar einhver spyr um álit manns í einhvers konar yfirborðs einlægni, en svo kemur á daginn að viðkomandi var alveg sama um hvað þér fannst eftir allt saman. Þér átti bara að líða vel með að hafa verið spurður....og áttir svo ekki að skipta þér meira af. Láta heldur þá sem eiga að vita betur taka stóru ákvarðanirnar. Mér finnst umboð forseta til stjórnarmyndunar ekki hljóta næga virðingu í dag. Sér í lagi ekki þegar það er notað sem leyfi til að hlusta ekki á þjóðina. Mér er misboðið fyrir hönd allra þeirra sem fóru út í vonda veðrið til að greiða sitt atkvæði og hafa áttað sig á þeir hefðu líklega alveg eins getað skilað inn auðum seðli. Nú er hætt við að þegar þingmenn segja að þeir vilji hlusta á vilja þjóðarinnar, að fólk fái óbragð í munninn og fyllist efasemdum. Peningum og tíma var eytt í það sem nú virðist, þegar uppi er staðið, hafa verið einhvers konar sýndarkosning sem allir eiga að vera sáttir við - og þjóðin einhvers konar fyrirstaða og lýðræðisleg truflun. Ég hélt ekki að svona "Jókerar" væru leyfilegir í þessum einkennilega pólitíska póker sem þingmenn spila hérlendis. Hvernig væri bara að sleppa milliliðnum í næstu kosningum - okkur kjósendunum, sem virðumst standa í vegi fyrir einbeittum vilja stjórnarflokkanna?
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar