Virðing á velli Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Að vinna körfuboltaleik í keppni fjórtán ára stúlkna með 101 stigi gegn tveimur er galið. Það fór væntanlega ekki fram hjá mörgum að það var einmitt það sem gerðist í leik Grindavíkur og Vals í þessum aldursflokki fyrir nokkrum dögum og allt varð vitlaust á Facebook. Þó að þessi úrslit séu galin má ekki gleyma að íþróttamenn ganga inn á völlinn vitandi að útkoman gæti orðið slæm fyrir þá eða þeirra lið. Það gerist meira að segja á stærstu mótum heims. Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu töpuðu einum leik á EM í fyrra með 30 stigum en þá sungu bara allir Ég er kominn heim og voru hressir. Valsliðið vissi vafalítið að úrslitin gætu orðið slæm og það voru þau svo sannarlega. En einhvers staðar verður að stoppa. Ef rétt er að þjálfari Grindavíkurliðsins hafi hvatt sínar stelpur til frekari niðurlægingar í stöðunni 70-2 eða 80-1 eða hver sem staðan var, er það óboðlegt, að því mér finnst. Á einhverjum tímapunkti er komið nóg. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að stærsti sigur sem ég vann í fótbolta sem polli var gegn Grindavík þegar við tókum þá 19-0 í forkeppni Íslandsmótsins í 5. flokki. Ég stóð í markinu einmana og horfði á vini mína murka lífið úr grindvískum tólf ára pollum sem sumir hverjir fóru að gráta þar sem niðurlægingin var svo mikil. Mér fannst ég geðveikt sniðugur að setjast við stöngina og til mín kom varamarkvörðurinn og settist hjá mér og við fórum að spjalla. Þjálfarinn okkar trylltist og tók okkur báða á teppið fyrir að gera lítið úr andstæðingnum. Hann gat lítið gert í yfirburðunum á vellinum en greip í taumana þegar við lítilsvirtum mótherjann. Sama hvað stendur á töflunni - það verður að ríkja virðing á vellinum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.