Bandaríkin: Afsakið, hlé Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Miklir atburðir hafa nú gerzt í Bretlandi og Bandaríkjunum með fárra mánaða millibili eins og ráða má af því að báðir stóru stjórnmálaflokkarnir í báðum löndum eru sundurtættir og í sárum.Brexit Tökum Bretland fyrst. Þar gerðist það í júní sl. að kjósendur ákváðu að Bretland skyldi yfirgefa ESB þótt helztu forustumenn Íhaldsflokksins í ríkisstjórn og nær allir þingmenn Verkamannaflokksins og einnig Frjálslynda flokksins og Skozka þjóðarflokksins í stjórnarandstöðu mæltu gegn úrsögn hlið við hlið. Verkamannaflokkurinn gekk sameinaður en hikandi til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Íhaldsflokkurinn var klofinn þar eð fámennur hluti þingflokksins og fáeinir ráðherrar mæltu fyrir úrsögn úr ESB, m.a. af ótta við Brezka sjálfstæðisflokkinn (UKIP) sem kalla má systurflokk Sjálfstæðisflokksins og Þjóðfylkingarinnar hér heima. David Cameron þáv. forsætisráðherra ákvað að boða til þjóðaratkvæðis um úrsögn til að friða minni hlutann í eigin flokki, Íhaldsflokknum, og þóttist viss um sigur. Kjósendur lýstu eigi að síður stuðningi við úrsögn, einkum kjósendur í dreifbýli með lágar tekjur og litla menntun. Úrslitin komu mörgum á óvart. Cameron sagði af sér embætti og hvarf af vettvangi. Bretar virða leikreglur lýðræðisins og telja því einboðið að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og gildir þá einu að hún var ráðgefandi frekar en bindandi. Samt ríkir lagaleg óvissa um framhaldið. Enskur dómstóll hefur úrskurðað að brezk lög mæli fyrir um að þingið verði að staðfesta úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hæstiréttur Bretlands þarf væntanlega að fella lokadóm um málið. Við bætist að Skotar hugleiða að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þeir hafa lagalegt neitunarvald gegn úrsögn Bretlands úr ESB enda greiddi meiri hluti skozkra (og einnig norður-írskra) kjósenda atkvæði gegn úrsögn. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er andvíg úrsögn Bretlands úr ESB en hún tók eigi að síður að sér það erfiða hlutverk að skipuleggja útgönguna. Þeir sem telja að aðild Breta að ESB frá 1973 hafi skipt sköpum fyrir efnahagslíf landsins kvíða framhaldinu, og þeir eru margir.Donald Trump Næst gerðist það sem enn færri áttu von á: Donald Trump sem fór fram fyrir repúblikana í óþökk helztu forustumanna flokksins var kjörinn forseti Bandaríkjanna þótt hann hlyti mun færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans, demókratinn Hillary Clinton, fv. utanríkisráðherra. Atkvæðamunurinn er nú 1,3 milljónir og á trúlega eftir að aukast þar eð talningu er ekki enn að fullu lokið. Þetta er í annað sinn á 16 árum að repúblikanar vinna Hvíta húsið með minni hluta atkvæða að baki sér. Repúblikanaflokkurinn er sundraður. Hvernig á annað að vera þegar nýkjörinn forseti þrætir fyrir hlýnun loftslags af mannavöldum og nýkjörinn varaforseti þrætir fyrir þróunarkenninguna? Miðað við stóryrðin sem frambjóðendur repúblikana höfðu hver um annan í kosningabaráttunni er vandséð að friður geti komizt á í flokknum fyrr en að löngum tíma liðnum. Við bætist að Trump býst nú til að raða ýmsum öfgamönnum í mikilvægar stöður. Væntanlegur dómsmálaráðherra, Jeff Sessions öldungadeildarþingmaður frá Alabama, er þekktur fyrir andúð á blökkumönnum; þingið í Washington hafnaði á sínum tíma skipun hans í dómaraembætti á þeirri forsendu. Væntanlegur rasspútín forsetans, þ.e. aðalráðgjafi, Stephen Bannon, er þekktur fyrir að halda úti illskeyttu lygavefsetri sem dreifir fölskum fréttum og óhróðri um andstæðinga öfgahægrisins. Úlfúðin í röðum repúblikana innbyrðis og einnig í garð demókrata á sér langan aðdraganda. Arthur Miller, leikskáldið sem hefur verið fastagestur á fjölum Þjóðleikhússins allar götur frá 1951 og er enn, sagðist enga rökræna skýringu geta fundið á heift margra repúblikana í garð Bills Clinton forseta 1993-2001 aðra en þá að Clinton, sonur einstæðrar móður í Arkansas, væri í reyndinni fyrsti blökkuforseti Bandaríkjanna. Þessi skýring Millers kemur heim við hamagang repúblikana gegn Obama forseta undangengin átta ár. Repúblikanar á þingi hafa barizt harkalega gegn nær öllum málum forsetans án tillits til málavaxta og grafið svo undan honum að þrír af hverjum fjórum skráðum flokksmönnum repúblikana segjast enn efast um að Obama hafi fæðzt í Bandaríkjunum svo sem stjórnarskráin krefst af hverjum forsetaframbjóðanda. Efasemdarmennina varðar ekki um fyrirliggjandi fæðingarvottorð forsetans, ekki frekar en þá varðar um þekktar staðreyndir um hlýnandi loftslag og uppruna tegundanna.Eigi er úti allt kveld þótt rökkvi um sinn Þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti Bandaríkjanna 1980 óttuðust margir demókratar meintar öfgar hans, en ró komst á þegar ljóst varð að Reagan og ríkisstjórn hans myndu ekki gera atlögu að mannréttindalöggjöfinni sem forverar hans, demókratarnir John Kennedy og Lyndon Johnson, höfðu fengið samþykkta í þinginu 1964-1965 enda var Reagan gamall demókrati. Dwight Eisenhower, forseti úr röðum repúblikana 1953-1961 (demókratar höfðu einnig reynt að fá hann til framboðs fyrir sig), lét sér ekki heldur til hugar koma að uppræta velferðarlöggjöf demókratans Franklins Roosevelt forseta frá kreppuárunum. Vonir standa til að Donald Trump taki sér þessi fordæmi til fyrirmyndar enda sagðist hann á fyrri tíð eiga lengri samleið með demókrötum en repúblikönum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Miklir atburðir hafa nú gerzt í Bretlandi og Bandaríkjunum með fárra mánaða millibili eins og ráða má af því að báðir stóru stjórnmálaflokkarnir í báðum löndum eru sundurtættir og í sárum.Brexit Tökum Bretland fyrst. Þar gerðist það í júní sl. að kjósendur ákváðu að Bretland skyldi yfirgefa ESB þótt helztu forustumenn Íhaldsflokksins í ríkisstjórn og nær allir þingmenn Verkamannaflokksins og einnig Frjálslynda flokksins og Skozka þjóðarflokksins í stjórnarandstöðu mæltu gegn úrsögn hlið við hlið. Verkamannaflokkurinn gekk sameinaður en hikandi til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Íhaldsflokkurinn var klofinn þar eð fámennur hluti þingflokksins og fáeinir ráðherrar mæltu fyrir úrsögn úr ESB, m.a. af ótta við Brezka sjálfstæðisflokkinn (UKIP) sem kalla má systurflokk Sjálfstæðisflokksins og Þjóðfylkingarinnar hér heima. David Cameron þáv. forsætisráðherra ákvað að boða til þjóðaratkvæðis um úrsögn til að friða minni hlutann í eigin flokki, Íhaldsflokknum, og þóttist viss um sigur. Kjósendur lýstu eigi að síður stuðningi við úrsögn, einkum kjósendur í dreifbýli með lágar tekjur og litla menntun. Úrslitin komu mörgum á óvart. Cameron sagði af sér embætti og hvarf af vettvangi. Bretar virða leikreglur lýðræðisins og telja því einboðið að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, og gildir þá einu að hún var ráðgefandi frekar en bindandi. Samt ríkir lagaleg óvissa um framhaldið. Enskur dómstóll hefur úrskurðað að brezk lög mæli fyrir um að þingið verði að staðfesta úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hæstiréttur Bretlands þarf væntanlega að fella lokadóm um málið. Við bætist að Skotar hugleiða að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort þeir hafa lagalegt neitunarvald gegn úrsögn Bretlands úr ESB enda greiddi meiri hluti skozkra (og einnig norður-írskra) kjósenda atkvæði gegn úrsögn. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er andvíg úrsögn Bretlands úr ESB en hún tók eigi að síður að sér það erfiða hlutverk að skipuleggja útgönguna. Þeir sem telja að aðild Breta að ESB frá 1973 hafi skipt sköpum fyrir efnahagslíf landsins kvíða framhaldinu, og þeir eru margir.Donald Trump Næst gerðist það sem enn færri áttu von á: Donald Trump sem fór fram fyrir repúblikana í óþökk helztu forustumanna flokksins var kjörinn forseti Bandaríkjanna þótt hann hlyti mun færri atkvæði á landsvísu en keppinautur hans, demókratinn Hillary Clinton, fv. utanríkisráðherra. Atkvæðamunurinn er nú 1,3 milljónir og á trúlega eftir að aukast þar eð talningu er ekki enn að fullu lokið. Þetta er í annað sinn á 16 árum að repúblikanar vinna Hvíta húsið með minni hluta atkvæða að baki sér. Repúblikanaflokkurinn er sundraður. Hvernig á annað að vera þegar nýkjörinn forseti þrætir fyrir hlýnun loftslags af mannavöldum og nýkjörinn varaforseti þrætir fyrir þróunarkenninguna? Miðað við stóryrðin sem frambjóðendur repúblikana höfðu hver um annan í kosningabaráttunni er vandséð að friður geti komizt á í flokknum fyrr en að löngum tíma liðnum. Við bætist að Trump býst nú til að raða ýmsum öfgamönnum í mikilvægar stöður. Væntanlegur dómsmálaráðherra, Jeff Sessions öldungadeildarþingmaður frá Alabama, er þekktur fyrir andúð á blökkumönnum; þingið í Washington hafnaði á sínum tíma skipun hans í dómaraembætti á þeirri forsendu. Væntanlegur rasspútín forsetans, þ.e. aðalráðgjafi, Stephen Bannon, er þekktur fyrir að halda úti illskeyttu lygavefsetri sem dreifir fölskum fréttum og óhróðri um andstæðinga öfgahægrisins. Úlfúðin í röðum repúblikana innbyrðis og einnig í garð demókrata á sér langan aðdraganda. Arthur Miller, leikskáldið sem hefur verið fastagestur á fjölum Þjóðleikhússins allar götur frá 1951 og er enn, sagðist enga rökræna skýringu geta fundið á heift margra repúblikana í garð Bills Clinton forseta 1993-2001 aðra en þá að Clinton, sonur einstæðrar móður í Arkansas, væri í reyndinni fyrsti blökkuforseti Bandaríkjanna. Þessi skýring Millers kemur heim við hamagang repúblikana gegn Obama forseta undangengin átta ár. Repúblikanar á þingi hafa barizt harkalega gegn nær öllum málum forsetans án tillits til málavaxta og grafið svo undan honum að þrír af hverjum fjórum skráðum flokksmönnum repúblikana segjast enn efast um að Obama hafi fæðzt í Bandaríkjunum svo sem stjórnarskráin krefst af hverjum forsetaframbjóðanda. Efasemdarmennina varðar ekki um fyrirliggjandi fæðingarvottorð forsetans, ekki frekar en þá varðar um þekktar staðreyndir um hlýnandi loftslag og uppruna tegundanna.Eigi er úti allt kveld þótt rökkvi um sinn Þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti Bandaríkjanna 1980 óttuðust margir demókratar meintar öfgar hans, en ró komst á þegar ljóst varð að Reagan og ríkisstjórn hans myndu ekki gera atlögu að mannréttindalöggjöfinni sem forverar hans, demókratarnir John Kennedy og Lyndon Johnson, höfðu fengið samþykkta í þinginu 1964-1965 enda var Reagan gamall demókrati. Dwight Eisenhower, forseti úr röðum repúblikana 1953-1961 (demókratar höfðu einnig reynt að fá hann til framboðs fyrir sig), lét sér ekki heldur til hugar koma að uppræta velferðarlöggjöf demókratans Franklins Roosevelt forseta frá kreppuárunum. Vonir standa til að Donald Trump taki sér þessi fordæmi til fyrirmyndar enda sagðist hann á fyrri tíð eiga lengri samleið með demókrötum en repúblikönum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.