Sport

Ég vil sigra fyrir alla samkynhneigða íþróttamenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cruz mætir vanalega með fána þjóðar sinnar sem og fána gay pride í hringinn.
Cruz mætir vanalega með fána þjóðar sinnar sem og fána gay pride í hringinn. vísir/getty
Orlando Cruz ætlar um helgina að verða fyrsti samkynhneigði hnefaleikakappinn sem er heimsmeistari.

Þá mun Cruz mæta Terry Flanagan í titilbardaga í léttvigt hjá WBO-hnefaleikasambandinu. Flanagan hefur þegar varið titil sinn þrisvar sinnum.

Hinn 35 ára gamli Cruz er fyrsti hnefaleikakappinn sem kemur úr skápnum á meðan hann er enn að keppa.

„Þetta er stór stund fyrir mig, samfélag samkynhneigðra og landið mitt,“ sagði Cruz sem er frá Púertó Ríkó.

„Það er yndislegt að margir skuli líta á mig sem fyrirmynd. Fólk hefur tjáð mér að það hafi komið út úr skápnum út af mér. Það fólk vill vera eins og ég. Hamingjusamt í stað þess að vera hrætt.“

Íþróttafólk hefur oft á tíðum verið hrætt við að koma úr skápnum en Cruz vonast til að áhrif þar.

„Minn draumur er að samkynhynhneigt íþróttafólk sé ekki hrætt við að koma úr skápnum. Ekki vera hrædd. Verið ánægð með líf ykkar og ákvarðanir. Ég vil sigra bardagann fyrir alla samkynhneigða íþróttamenn.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×