Fidel Castro látinn níræður að aldri Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 09:04 Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu Vísir/Getty Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúbu, lést kl 03:29 í nótt að íslenskum tíma, níræður að aldri. BBC greinir frá. Bróðir hans tilkynnti þjóðinni þetta seint um kvöldið að staðartíma og lýsti yfir þjóðarsorg sem standa ætti í nokkra daga. Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók formlega við stjórn árið 2008 eftir að hafa tímabundið tekið við stjórn landsins árið 2006. Castro er sá pólitískur leiðtogi á 20. öld sem setið hefur hvað lengst á stjórnarstóli án þess að bera konunglegan titil. Hann var bæði dáður og umdeildur þar sem stuðningsmenn hans lofuðu hann fyrir að afhenda Kúbu aftur í hendur íbúanna á meðan að aðrir sökuðu hann um að standa að baki kúgandi stjórnaraðgerðum. Fidel Castro tók við stjórnartaumunum árið 1959 þegar stuðningsmenn hans veltu herstjóranum Fulgencio Batista af valdastóli við ánægjulegar undirtektir margra. Tveimur árum seinna sagði hann í yfirlýsingu að Kúba væri nú kommúnískt ríki sem styddi Sovétríkin en eins og kunnugt er var kalt á milli Fidel Castro og leiðtoga Bandaríkjanna í Washington DC á tímum Kalda stríðsins. Þrátt fyir að á móti blési, meðal annars fyrir tilstilli hótana Bandaríkjanna um innrás og nokkrar morðtilraunir af hendi Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þá héldu Castro og pólitískar hugmyndir hans velli. Castro hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma en skrifaði þó blaðagreinar endrum og eins. Hann kom síðast opinberlega fram í apríl á þessu ári þegar hann hélt ræðu á síðasta þingdegi Kommúnistaflokksins. Þar lagði hann áherslu á að hugmyndir kommúnista væru enn í gildi og skiptu máli fyrir sigur þjóðarinnar. Nokkrir þjóðarleiðtogar hafa tjáð sig og sagði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hann hafa verið eina þekktustu persónu 20.aldarinnar og að hans yrði sárt saknað. Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, sagði Castro hafa verið mikinn vin landsins. Ekki virðast þó allir vera miður sín vegna þessa og hafa meðal annars brotist út fagnaðarlæti í Miami en þar búa margir Kúbumenn.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Sjá meira