Samstarf

Nýjustu sleðarnir og kraftmesti Buggybíll landsins á stórsýningunni Vetrarlíf 2016

Vísir/Getty
Vélsleða- og útivistarsýningin Vetrarlíf 2016 verður haldin um helgina á Bíldshöfða 9. Á sýningunni er lögð áhersla á allt það nýjasta sem tengist vetrarsporti og útivist.

Það er Landssamband íslenskra vélsleðamanna sem stendur að sýningunni að vanda. Sýningin er orðinn árviss viðburður en hefur oftast verið haldin á Akureyri undanfarin ár.

Til sýnis verða meðal annars 2017 árgerðir af vélsleðum, mótorhjólum, fjórhjólum og buggybílum. Þar á meðal verður kraftmesti buggybíll landsins. Að auki verður áhersla á allt er varðar öryggis- og aukabúnað, kynningar á afþreyingu, fatnaði, gistingu og öðru sem nauðsynlegt er til að stunda ánægjuleg og farsæl ferðalög á fjöllum.

Boðið verður uppá drónaflug klukkan 13 og 15 á laugardeginum. Það stefnir í glæsilega sýningu með góðum fyrirheitum um spennandi og viðburðarríkan vetur.

Sýningin er opin frá 10-17 á laugardeginum og 11-16 á sunnudeginum og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×